mánudagur, ágúst 28, 2006

Ennþá heitt

Já í dag var ennþá heitt. Annars er kominn tími á að ég lýsi aðstöðunni aðeins hérna. Sjálfur bý ég í Seminar House 4, Seminar House 1, 2 og 3 eru skammt frá og svo er um 20min labb í skólann - svo að markmið morgundagsins er að útvega mér einhvern notaðan hjólreiðagarm. Eins og er sit ég í tölvuverinu sem er bara mjög fínt og flott og vel loftkælt, síðan fæ ég loksins netaðgang í herberginu mínu á morgun svo þá get ég bara notað lappann - þar er líka fín loftkæling :)
Annars var ég bara rétt í þessu að koma hingað eftir að hafa verið úti í allan dag. Fyrst var smá túr um kampusinn svona til að benda manni á það helsta markverða. Svo var komið að hádegismat þar sem ég fór með nokkrum Könum (það eru ekkert nema Kanar hérna) á Cafeteria 1 og fékk þar alveg æðislega gott Curry Rice fyrir 220 jen, þannig að jafnvel þó ég finni ekkert annað sem mér þykir gott að éta hérna þá get ég auðveldlega borðað mig saddan á Curry Rice á hverjum degi :)
Svo tók við banking session þar sem veitt var aðstoð við að opna bankareikning hérna í Japan og að því loknu hitti ég Jessicu (ein af Könunum) og speaking partnerinn hennar (japanskur nema í enskunámi hér við Kansai Gaidai sem skólinn kemur manni í kynni við. Sjálfur á ég eftir að hitta speaking partnerinn minn, verður vonandi af því seinna í vikunni.
Svo um 6 leytið þá héldum við heim á leið, en komum fyrst við á einhverjum veitingastað sem Jessicu langaði til en prufa og fékk ég mér eitthvað funky afbrigði af nautahakki og spaghettí sem var alveg glettilega gott, en því miður svolítið dýrt svo það verður ekki komið við oft þar.
Og núna sit ég hér og skrifa þetta og ætli ég heilsi ekki upp á krakkana í loungeinu hérna í smástund áður en ég fer snemma í háttinn.

P.S. Já einhvernveginn gleymdi ég að gera aðstöðinni hérna góð skil, það fær bara að bíða betri tíma.

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Jah nú verðuru að fara að segja ,,þessir feitu kanar, sem eru að borða allt skyrið okkar!'' við alla þessa kana...

Eru í alvörunni bara kanar?
Endilega koma með lista yfir öll þjóðerni sem þú hittir þarna!!

29 ágúst, 2006 01:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já btw... þetta er almennilegt blogg hjá þér...

miklu betra en hjá stebba litla...

29 ágúst, 2006 01:52  
Blogger Einar sagði...

Já það á nú eftir að koma í ljós hvort ég nenni að halda svona miklum skrifum áfram...
En hingað til hef ég hitt hérna á vistinni Ameríkana, Tyrkverja, Svía, Austurríkismann, Ekvadora, Kóreubúa, og Spánverja held ég og eitthvað fleira, man það ekki alveg, búið að vera alltof mikið overflow af upplýsingum núna seinustu daga.

29 ágúst, 2006 08:22  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hérna er svíi við háskólann i Örebro með smá lýsingu á lífinu á Campus:

http://www.oru.se/oru-upload/Institutioner/Ekonomi%20statistik%20och%20informatik/Dokument/Gemensamt/Internationellt/Reseberattelser/Kansai%20Gaidai%20H2001.doc

Hér er einnig wikipedia linkur að Kansai Gadai:
http://en.wikipedia.org/wiki/Kansai_Gaidai_University

May the force be with you

29 ágúst, 2006 17:20  
Anonymous single razai cover sagði...

Og núna sit ég hér og skrifa þetta og ætli ég heilsi ekki upp á krakkana í loungeinu hérna í smástund áður en ég fer snemma í háttinn.
wholesale salwar kameez ,
fully stitched salwar suits wholesale ,

28 desember, 2021 16:22  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim