laugardagur, ágúst 26, 2006

Ferðalagið senn á enda...

Jæja núna er ferðalagið senn á enda, en ævintýrið er rétt að byrja.
Er núna staddur á hótelhergi rétt hjá Kansai International Airport, og á morgun er bara stutt rútuferð til Hirakata.
Ég er nú mjög þreyttur enda búinn að vera uppi í um 30 klst svo ég ætla ekki að hafa þetta langt að sinni, bara að minnast á að ferðin Köben-Bangkok-Kansai gekk bara mjög vel, eyddi mestum tímanum í að lesa Madame Terror og gæða mér á kræsingunum sem Thai Air bauð upp á. Fjögurra rétta máltið takk fyrir, í báðum flugunum, og þá tel ég ekki með hina sívinsælu brauðbollu með smjöri eða smákexið með stóra Camenbert oststykkinu með.
En já, núna tekur svefninn við, gn :)

P.S. Thair Air sýndu bara einhverjar lélegar myndir: Mission Impossible 3, Inside Man, RV og einhverja eina enn sem ég kann ekki og vil ekki nefna. Inside Man er nú reyndar ágæt en ég nennti bara ekki að horfa á hana aftur :P

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hjúkk. Eins gott að þú fórst ekki með British Airwaves eða var það Airways...

Kviknaði í einni vélinni þeirra og hún lenti á Kebbló, svo það varð hættustig ,,Rauður/einn'' sem er víst það hæsta...

annars er fatcatt orðinn alveg dauður eftir að þú fórst...

Var þetta nokkuð Blackjack eða Temtation of a Monk sem þeir sýndu þarna í Tæjuflugi?

27 ágúst, 2006 08:11  
Blogger Einar sagði...

Fyrst þú spyrð þá var það þessi:
Akeelah and the Bee
http://www.imdb.com/title/tt0437800/

27 ágúst, 2006 08:43  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Við Óðinn Almátka!
Þarna eru blámenni!!!

27 ágúst, 2006 08:58  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jæja þú hefur þó ekki þurft að horfa á battlefield earth. Ef þeir hefðu sýnt hana gæti ég trúað að flugstjórinn hefði bara krasað dollunni til að draga úr þjáningum farþega.

En hvað um það þú ert bara kominn til japans og allt gegngur enn vel það er gott mál. Já og ef þú hefur spurningar um einhverjar tryggingar endilega láttu vaða:)

27 ágúst, 2006 09:04  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim