miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Góðan daginn góðir hálsar

Já nú er nýr dagur að skella á hér í Japan, en ég ætla rétt aðeins að minnast á það sem gerðist í gær. Ég keypti mér nefninlega hjól. Það var það stærsta sem ég fann en samt heldur lítið fyrir mig en það er þó allavega skárra en ekki neitt. Gamla konan sem seldi mér hjólið var merkileg, hún var ein af þeim þar sem bakið myndir 90°horn m.v. lappirnar, eftir að hafa verið að bugra við hjól í örugglega fleiri áratugi. Svo var alveg frábært að byrja að hjóla og finna smá golu leika um mig, það er nefninlega ennþá heitt hérna ef þið hafið gleymt því :) Að vísu er "bara" spáð 25°í dag, öfugt við 32°sem voru í gær, en áralöng búseta mín á Íslandi hefur nú kennt mér það að treysta aldrei veðurspám, svo það fær bara að koma í ljós.
En núna þarf ég að fara að koma mér í skólann, núna fer nefninlega allt að byrja af alvöru með einhverjum fundum og svona, kennslan hefst svo á mánudag/þriðjudag.

P.S. Já ég hafði smá tíma til að glápa á sjónvarpið í gær og sá þá hálfan þátt af Dance Drill og heilan af Kekkon dekinai otoko (maðurinn sem getur ekki kvænst) og það er alveg allt annar wibe að horfa á þetta í alvöru japönsku sjónvarpi heldur en að sækja þetta af netinu. Lítur allt einhvernveginn öðruvísi út, og betur :)

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

ii desuneeeeeee

Aumingja 90gráðukonan, nú á hún ekkert hjól

30 ágúst, 2006 23:25  
Blogger yanmaneee sagði...

yeezy
converse outlet
nmd
kyrie 3
lebron 17
kobe 9
yeezy
converse shoes
yeezy boost 350
stephen curry shoes

11 júní, 2020 18:30  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim