Heitt, heitt, heitt
Já eins og titllinn gefur til kynna þá er heitt hérna. Mjög heitt. Að vísu er mér frekar svalt núna af því að það er alveg mega loftkæling hérna í tölvuverinu, og ég er ennþá hálf rakur eftir að hafa lent í skúr núna áðan þegar ég var að rölta út í búð. Verslaði samt ekkert mikið, fæ ekki aðgang að ískáp eða eldunaraðstöðu fyrr en í næstu viku, bara vatnshitara fyrir cup noodles. Svo er McDonald's á kampusnum :) Beat that HÍ!
En já ég er semsagt kominn á leiðarenda og líst bara mjög vel á aðstöðuna hérna á heimavistinni, en á reyndar eftir að hitta herbergisfélaga minn sem kemur á morgun eða hinn.
Annars langaði mig að bæta aðeins við ferðasöguna. Ég var nefninlega ekki einn á Leifsstöð nei ó nei. Fyrst hitti ég Martin Inga (man ekki hvers son, megið skella því í comments ef þið vitið), fyrrverandi Inspector Plaetarum eða hvað það nú heitir og dúx árgangsins míns í MR. Hann var að koma frá Baltimore þar sem hann hafði víst verið að vinna í einhverju rannsóknarverkefni jájájá, ég held að hér sé komið efni í næsta Kára Stefáns barasta.
Og ekki bara það heldur sá maður celebrity þar líka! Engan annan en Guðna Bergs, einn besta íslenska knattspyrnumann síðari tíma.
Jæja bless í bili.
En já ég er semsagt kominn á leiðarenda og líst bara mjög vel á aðstöðuna hérna á heimavistinni, en á reyndar eftir að hitta herbergisfélaga minn sem kemur á morgun eða hinn.
Annars langaði mig að bæta aðeins við ferðasöguna. Ég var nefninlega ekki einn á Leifsstöð nei ó nei. Fyrst hitti ég Martin Inga (man ekki hvers son, megið skella því í comments ef þið vitið), fyrrverandi Inspector Plaetarum eða hvað það nú heitir og dúx árgangsins míns í MR. Hann var að koma frá Baltimore þar sem hann hafði víst verið að vinna í einhverju rannsóknarverkefni jájájá, ég held að hér sé komið efni í næsta Kára Stefáns barasta.
Og ekki bara það heldur sá maður celebrity þar líka! Engan annan en Guðna Bergs, einn besta íslenska knattspyrnumann síðari tíma.
Jæja bless í bili.
3 Ummæli:
Hva...
Ertu ekki ennþá búinn að hitta Morningu Musume?
Ég sem var að vona það og þá sé ég að þetta var bara einhver lúser úr MR sem þú hittir... ussssss
jæja.
Því miður, ekki ennþá búinn að hitta þær, og það sem verra er þá missti ég af HaroMoni á sunnudaginn. Mig langaði til þess að vakna upp kl 11:30 fyrsta sunnudaginn minn hérna í Japan og kveika á HaroMoni en því miður var mér hent út af hótelinu kl 11 :/
Það er nú ekki hægt að tala um guðna bergsson í sama texta og þú minnist á stór-celebið Martin Inga SIGURÐSSON ;)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim