föstudagur, ágúst 25, 2006

Í kóngsins Köbenhavn (nenni ekki að finna danska ö-ið)

Jæja þá er maður barasta staddur í kóngsins Köbenhavn eða rétt þar hjá, á Kastrup flugvelli, og er að bíða eftir fluginu sem fer eftir rúman einn og hálfan tíma.
Hingað til hefur ferðin gengið vel, flaug út í gær og gisti eina nótt hjá bróður mínum og fjölskyldu hans í Lundi. Svo núna áðan þegar ég var að taka lestina...

---
núna var að kalla upp Iceland Express flug til Rvk, nei ég er ekki að fara með því :P
---

...þá var hún alveg stöppuð, öll sætin upptekin þegar ég fór um borð í Lundi, en svo kom alveg endalaust af fólki um borð í Malmö og þá var sko þröngt á þingi. En ég leit bara á það sem upphitun fyrir almenningssamgöngurnar í Japan svo það var fínt :)

Svo var komið að því að checka in hérna og ég var soldið stressaður útaf því að ég er með smávegis af yfirvigt. Svo sá ég gaur á undan mér í röðinni sem var einmitt með STA miða eins og ég, og hann var í alveg svaðalegu veseni einhverju útaf og miklum þunga og/eða of mörgum bögglum eða einhverju, ég heyrði nú ekki orðaskil. En svo þegar röðin var loksins komin að mér þá lenti ég á alveg rosalega huggulegri eldri dömu sem gerði enga athugasemd við þungan á ferðatöskunni minni og var ekkert að spá í handfarangurinn minn, sem ég sá að aðrir sem voru að checka in voru með eitthvað vesen yfir. Ég dauðsá eftir því að hafa sett svo mikð af bókum í handfaranguinn, hún hefði örugglega ekkert sagt ef það hefði allt verið í ferðatöskunni, en núna verð ég að dröslast með þessa níðþungu skólatösku næstu 24 tímana eða svo :/ Svo checkaði hún töskuna sjálfkrafa áfram til Kansai International Airport og ég fékk flugmiðan fyrir þann legg líka svo ég þarf ekki að gera neitt í þennan sex og hálfa tíma sem ég verð að bíða á Bangkok flugvelli, bara mæta um borð í flugvélina. Jonni bróðir stakk upp á því að ég fengi mér bara svona svefnbás ef hann væri til staðar þar og leggði mig. Við sjáum til með hversu þreyttur ég verð þá.
En ef ég verð ekki sofandi allan tíman þar þá reyni ég kannski að komast á netið þar og uppfæra ferðasgögna, og segja ykkur hvernig Madame Terror bókin er sem Jonni gaf mér í skiptum fyrir vískíflösku sem ég keypti fyrir hann í Leifstöð :)

P.S. Hvaða mynd ætli Thair Air bjóði uppá í fluginu? Ég myndi nú ekki fúlsa við einni tælenskri, t.d. hinni stórgóðu Tom Yum Goong sem ég ætlaði alltaf að kíkja á í annað sinn. En það gleymdist og verður að bíða þar til ég kem heim á klakan, nema ég verði heppinn í fluginu :)

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Rock on, brói.

25 ágúst, 2006 22:37  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Stundum kemur fjallið til Múhammeds.. Í Lundi verður haldinn fyrirlesturinn "Natural second language acquisition and language management: A case of
foreign sumo wrestlers in Japan"

Segiði svo ekki að húmanistar geri ekki neitt..

25 ágúst, 2006 22:46  
Anonymous Nafnlaus sagði...

glæsilegt hjá þér að komast til Køben.

Þú gætir ábyggilega fengið þér blund á Bangúck intanasjunaru ee-pott í stað þess að gera ekki neitt.

Eða ekki

26 ágúst, 2006 08:29  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim