föstudagur, september 01, 2006

Picnic and Sparkler Party

Já í gær fór ég semsagt í svokallað Picnic and Sparkler(stjörnuljós) Party á vegum International Friendship Club ef ég man rétt sem er hópur japanskra nema hér við KG.
Fyrst var hittingur á skólalóðinni en svo var tekinn strætó til Hirakata lestarstöðvarinnar og þar tók við labb í kannski 20min eða svo niður að Yodogawa ánni ef ég man rétt, nema hvað að á leiðinni þangað byrjaði þvílík úrhellisrigning svo að fólk þurfti að leita sér skjóls undir tré og undir plastdúk sem var með í för og hugmyndin hafði verið að sitja á honum. En af þessum 100 manns eða svo sem voru með í för (já það voru virkilega svo margir), þá voru bara 4-5 sem höfðu haft vit á því að taka með regnhlíf, og þar á meðal var yours truly. Keypti litla samanbrjótanlega regnhlíf fyrir nokkrum dögum sem ég get haft í skólatöskunni og það vildi svo heppilega til að hún var með í för. Svo ég var einn af fáum sem héldust vel þurrir, og skemmti mér vel við að hlæja að óförum annara.
Þegar loksins stytti upp fórum við svo niður að ánni og kveiktum í nokkrum stjörnuljósum og svo var eitthvað um gos og blys líka, og vorum þar eitthvað fram á kvöld, þar til ég staulaðist heim á leið í rúmið, ef rúm skyldi kalla, dýna öllu heldur en hún er fínt.
Svo allt í allt þá var þetta bara bráðskemmtilegur dagur, og í dag þá hitti ég loksins speaking partnerinn minn (var ég ekki búinn að útskýra það?) og svo er hópferð til Kyoto eftir hádegi, so stay tuned for more news frá Japan :)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim