miðvikudagur, apríl 29, 2009

Þýskur bjórkjallari í Sendai

Í gær þá álpaðist ég inn á þýskan bjórkjallara hérna í Sendai. Upphaflega var nú ekki planið að fara þangað enda er ég ekki mikill aðdáandi þýskrar matarmenningar - ef eitthvað er þá er hún á lægra plani en ensk matarmenning og þá er nú mikið sagt, jafnvel þó að kjöthlutfallið í þýsku pulsunum sé hærra - þó að þýski bjórinn sé auðvitað alltaf góður.
Við héldum af stað út í seinna lagi sem hafði tvær meginafleiðingar. Í það fyrra þá vorum við öll orðin alveg rífandi svöng og í annan stað þá voru liggur við allir staðir fullsetnir. Fyrstu tveir staðirnir sem við fórum á voru pakkaðir og sá þriðji var ekki opinn - þriðjudagar eru frídagar þar. Þannig að eftir 1.5klst labb og vonbrigði þá enduðum við semsagt á þessu þýska pleisi. Staðurinn kom bara nokkuð á óvart með hversu vel tókst við að skapa þýska stemmingu - bjórinn góður og maturinn vondur og sauerkrautið súrt - og bjór- og vínúrvalið koma alveg skemmtilega á óvart.
Sjálfur tók ég engar myndir af staðnum en þið getið séð nokkrar hérna: Brunnenheim - og ég get fullvissað ykkur um að náfölu hvítu pulsurnar bragðast jafn illa og þær líka út fyrir að gera.

4 Ummæli:

Anonymous Gunna sagði...

Úff, þetta eru ólystugar pylsur - má ég þá frekar biðja um eina með öllu á bæjarins bestu :)

01 maí, 2009 07:21  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Weisswurst þykir nú svona hérumbil það merkilegasta sem til er í þýskri matargerð & matarmenningu og þjóðverjarnir eru óskaplega stoltir af pylsunum sínum.

04 maí, 2009 17:08  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ekkert asahi superedry þar á bæ?

06 maí, 2009 05:26  
Blogger Einar sagði...

Nei það var bara ekta þýskur bjór á boðstólnum - Löwenbrau, BitBurger, Erdinger etc.
Og það að náfölu pylsurnar séu það merkilegasta sem til er í þýskri matarmenningu kemur mér svosem ekki mikið á óvart, og rennir bara stoðum undir skoðun mína á þýskri matarmennigu.

06 maí, 2009 21:59  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim