Innipúkinn
Það er rigning útí. Og þá meina ég ekki einhvern smá úða eins og heima á klakanum, þó svo að hann ferðist lárétt en ekki lóðrétt eins og rigningin hérna. Nei hérna rignir svo mikið að það liggur við að það sé ekki hægt að mæla það í millimetrum - tölurnar verða of stórar - heldur eru sentimetrarnir hentugri.
Ég er þess vegna bara að pulla innipúkann á þetta. Gekk í smá þrif hérna áðan en annars er ég bara að taka lífinu með ró og glápa á imbakassann, m.a. úrslitakeppnina í NBA og síðan eru víst tímatökur í formúlunni á eftir. Er ég bara fegnastur því að þurfa ekkert að fara út úr húsi í dag.
Ykkur sem lesið þetta hvet ég hins vegar til að drífa ykkur út úr húsi í dag, skunda á næsta kjörstað og kjósa, og kjósa rétt - hvað svo sem það er.
Ég er þess vegna bara að pulla innipúkann á þetta. Gekk í smá þrif hérna áðan en annars er ég bara að taka lífinu með ró og glápa á imbakassann, m.a. úrslitakeppnina í NBA og síðan eru víst tímatökur í formúlunni á eftir. Er ég bara fegnastur því að þurfa ekkert að fara út úr húsi í dag.
Ykkur sem lesið þetta hvet ég hins vegar til að drífa ykkur út úr húsi í dag, skunda á næsta kjörstað og kjósa, og kjósa rétt - hvað svo sem það er.
2 Ummæli:
Við pabbi þinn vorum að koma heim frá því að kjósa og auðvitað kusum við rétt.
Við pabbi þinn vorum að koma heim frá því að kjósa og auðvitað kusum við rétt.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim