Á botni Kyrrahafsins
Jæja núna er önnin senn á enda. Síðustu venjulegu námskeiðin kláruðust núna í vikunni, en það er reyndar eitthvað hraðnámskeið í næstu viku og síðan einhver gestafyrirlesari sem kemur hingað í þarnæstu viku svo þetta er kannski ekki alveg búið. Að því loknu má svo segja að sumarfríið sé loksins hafið, en það er reyndar heilmikið á dagskránni hjá mér þá svo ég veit ekki hvað það verður mikið úr fríinu. Fræði ykkur betur um það síðar.
Á mánudaginn síðasta var lögbundinn frídagur hér í Japan; sjávardagurinn. Ég gerði nú ekki mikið þá, enda stór hluti Japana á faraldsfæti og pakkað af túristum hvert sem farið er. Í staðinn nýttum við rannsóknarnemarnir þrír tækifærið á miðvikudaginn þegar við vorum öll laus og skruppum til Ishimaki sem er næst stærsta borgin hér í Miyagi Prefecture. Þar heimsóttum við Sant Juan Bautista Museum sem er tileinkað samnefndri japanskri galíon frá því snemma á 17. öld sem var smíðuð af tilskipan Date Masamune, stofnara Sendai borgar.
Safnið kom bara verulega á óvart og umhverfið líka, en safnið er staðsett í útjaðri Ishimaki í fiskiplássi sem minnti mig óneitanlega á Ísland.
Ísland eða Japan?
Sant Juan Bautista
Síðan skemmdi ekki fyrir að það gafst tækifæri á að klífa mastrið á skipinu, og þó að manni leyfðist reyndar bara að fara tæplega hálfa leið upp þá fékk maður svona sjóræningjatilfinningu alveg beint í æð við þetta.
Yo ho ho and a bottle of rum
Eitt gerðist reyndar sem skemmdi aðeins fyrir ferðinni. Þegar ég var búinn að klifra upp og aftur niður og ætlaði að sveifla mér aftur inn á þilfarið þá skaust nýji fíni gemsinn minn sem ég var ekki búinn að eiga í 2 mánuði úr buxnavasanum mínum og, alveg eins og í einhverri grínmynd, plops beint í sjóinn. Hann liggur þar enn núna, á botni Kyrrahafsins, syndandi með fiskunum.
Á mánudaginn síðasta var lögbundinn frídagur hér í Japan; sjávardagurinn. Ég gerði nú ekki mikið þá, enda stór hluti Japana á faraldsfæti og pakkað af túristum hvert sem farið er. Í staðinn nýttum við rannsóknarnemarnir þrír tækifærið á miðvikudaginn þegar við vorum öll laus og skruppum til Ishimaki sem er næst stærsta borgin hér í Miyagi Prefecture. Þar heimsóttum við Sant Juan Bautista Museum sem er tileinkað samnefndri japanskri galíon frá því snemma á 17. öld sem var smíðuð af tilskipan Date Masamune, stofnara Sendai borgar.
Safnið kom bara verulega á óvart og umhverfið líka, en safnið er staðsett í útjaðri Ishimaki í fiskiplássi sem minnti mig óneitanlega á Ísland.
Ísland eða Japan?
Sant Juan Bautista
Síðan skemmdi ekki fyrir að það gafst tækifæri á að klífa mastrið á skipinu, og þó að manni leyfðist reyndar bara að fara tæplega hálfa leið upp þá fékk maður svona sjóræningjatilfinningu alveg beint í æð við þetta.
Yo ho ho and a bottle of rum
Eitt gerðist reyndar sem skemmdi aðeins fyrir ferðinni. Þegar ég var búinn að klifra upp og aftur niður og ætlaði að sveifla mér aftur inn á þilfarið þá skaust nýji fíni gemsinn minn sem ég var ekki búinn að eiga í 2 mánuði úr buxnavasanum mínum og, alveg eins og í einhverri grínmynd, plops beint í sjóinn. Hann liggur þar enn núna, á botni Kyrrahafsins, syndandi með fiskunum.
4 Ummæli:
Æ, ohh en fúlt með símann :( Gaman að sjá myndir og heyra að þú hafir það gott. Hlakka til að heyra um allt sem þú gerir í fríinu :)
Bara alveg eins og hann Luca Brasi, blessadur/J
Fúlt að missa nýja símann í sjóinn. Þú verður víst að fjárfesta í nýjum síma. Gaman að fylgjast með þér og fá myndir á blogginu. Hlakka til að heyra frá þér, ég var nýfarin út á sunnudaginn þegar þú hringdir.
flottir dallar
þeir eru nú samt soldið áberandi japanskir í útliti
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim