laugardagur, maí 30, 2009

Drykkur og söngur

Í gær var haldið út á lífið með málvísindapakkinu. Fyrst var haldið á veitingastað þar sem var lagt í góðan mat og all-you-can-drink. Ég held því reyndar fram að ég hafi klúðrað málunum all verulega fyrst ég gat ennþá staðið í lappirnar eftir að tíminn var liðinn. Eftir það var farið í karoke og sungið fram á rauða nótt.
Ég skelli hér inn nokkrum myndum af atburðum gærkvöldsins - allavega þeim myndum sem óhætt er að birta.




Með bjór í annarri og yakitori í hinni eins og Johnny Naz myndi segja


Glatt á hjalla


Imamura (fyrir miðju) með signature pósuna sína


Allt búið!


Lagavalið er mikilvægt




Hvað ætli ég sé að syngja þarna. Kannski Bohemian Rhapsody...


Sumir eru veikari en aðrir...


Mættur upp á borð

1 Ummæli:

Anonymous Gunna sagði...

ohh ég hefði nú gefið mikið fyrir að sjá og heyra þig syngja í karokí, þetta hefur greinilega verið skemmtilegt kvöld :)

05 júní, 2009 23:17  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim