laugardagur, september 02, 2006

Horft um öxl í vikulok

Já nú er barasta fyrsta vikan í Japan liðin, eða horfin öllu heldur því það hefur verið svo mikið um að vera að hún þaut hjá.

Já gærdagurinn var enn einn annaríkur dagur. Hann hófst á setningarathöfn sem fólst í hinum ýmsu ræðum, misskemmtilegum eins og venja er. Að því loknu hitti ég loks speaking partnerinn minn, en hún heitir Aya. Við fórum svo saman á "welcome luncheon" sem var hluti af setningarathöfninni, og spjölluðum saman um hitt og þetta á ensku og japönsku, en hún Aya er í enskunámi hér við KG og er í þessu til að æfa enskuna.

Svo um 2 leytið þurftum við að skiljast því það var kominn tími á hópferð til Kyoto hjá mér. Þar sem það er nú varla hægt að fara í 200-300 manna hópferð þá var það gert þannig að fólkinu var skipt niður í minni hópa og svo voru mismargir japanskir leiðsögumenn eftir stærð hópsins, t.d. samanstóð hópurinn minn af 4 skiptinemum: mér sjálfum, Jason, Ethan og Larry; og leiðsögumenn okkar voru 2 stúlkur: Rie og Mayumi (skrifa nöfnin á öllum hér svo ég gleymi þeim ekki), en þær eru í enskunámi hér við KG rétt eins og allir leiðsögumennirnir voru, eða öllu heldur leiðsögukonurnar, því ég sá ekki einn einasta strák þeirra á meðal. Virðist vera sem svo að enskunámið sé svona gimmick nám fyrir konur áður en þær giftast og eignast krakka.

Í Kyoto heimsóttum við Kiyomizudera (Kiyomizu Temple, eða Pure Water Temple eftir því hversu mikið er þýtt), og var það mjög falleg en hávaðasamt út af pöddunum sem gera ekki annað en að hanga í trjám og gefa frá sér ljótt hljóð og ég man ekki hvað heita. Að sumu leyti minnti Kiyomizudera mig á Rivendell, bæði húsin og trén og þar sem flestir þar voru svo lágvaxnir þá var hægt að halda að föruneyti hringins væri mætt á svæðið :)

Síðan var farið í purikura í miðbæ Kyoto og hér er ein af niðurstöðunum:


og að því loknu var haldið heim á leið.


P.S. Hérna er myndband úr picnic & sparkler ferðinni frá því í fyrradag: Outside the Tarp, upptökustjóri og þulur er Jessica.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Einar... OMFG þú gleymdir Usachan piiizu!!! á puriririkura!

02 september, 2006 23:10  
Blogger Einar sagði...

Ég vildi nú bara leyfa þér að eiga heiðurinn að því :)

03 september, 2006 10:17  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim