Ný vika, nýr sviti
Já titillinn segir nú flest sem segja þarf, hitinn er sem stendur um 32°C og því er gott að sitja innandyra við tölvuna.
Það gerðist svosem ekki mikið markvert um helgina, en hérna er það helsta:
#1 Daifuku og shiratama og shaved ice. Á laugardaginn hitti ég hóp af Japönum sem sýndu nokkrum skiptinemum hvernig á að búa til einmitt daifuku og shiratama og shaved ice og hvað þetta hét nú allt, basically japönsk sætindi. Sætindin féllu mér ekkert sérlega vel í geð en það var samt gaman að malla þetta með létt spjall á japönsku í bakgrunni.
#2 Körfubolti. Já heimsmeistarakeppninni í körfubolta karla lauk núna á sunnudaginn með sigri Spánverja, en mótið var einmitt haldið hér í Japan. Hins vegar eru greinilega sömu öfl á bak við japanskt sjónvarp og eru á bak við RÚV, því að í sígildum RÚV-stíl þá var ekki sýnt beint frá leiknum í japönsku sjónvarpi, bara upptaka sýnd einhvern tímann eftir miðnætti sem mig skorti kraft til þess að vaka eftir.
#3 Hello!Morning. Já talandi um sjónvarp þá var einmitt einn uppáhaldsþátturinn minn á dagskrá um hádegi á sunnudaginn, eins og hann er í hverri viku, milli 11:30-12:30 alla sunnudaga. Þegar ég settist niður og ætlaði að fara að horfa á hann hins vegar þá sá ég hann hvergi. Eftir svolitla rannsóknarvinnu kom í ljós að þátturinn er bara sýndur á Kanto (Tokyo) svæðinu á þessum tíma. Hér á Kansai svæðinu er hann sýndur viku síðar, á sunnudögum kl 6:30-7:30 eða svo, já að morgni til, og það er auðvitað ekki til í dæminu að vakna svo snemma á sunnudögum, svo það væri helst ef að maður tæki eitt langt laugardagskvöld að maður myndi kíkja á þáttinn fyrir svefninn.
Eins og heyra má af #2 og #3 þá er ég ekki sáttur með sjónvarpið hérna, en það er svosem nóg annað að gera svo ég örvænti ekki.
Það gerðist svosem ekki mikið markvert um helgina, en hérna er það helsta:
#1 Daifuku og shiratama og shaved ice. Á laugardaginn hitti ég hóp af Japönum sem sýndu nokkrum skiptinemum hvernig á að búa til einmitt daifuku og shiratama og shaved ice og hvað þetta hét nú allt, basically japönsk sætindi. Sætindin féllu mér ekkert sérlega vel í geð en það var samt gaman að malla þetta með létt spjall á japönsku í bakgrunni.
#2 Körfubolti. Já heimsmeistarakeppninni í körfubolta karla lauk núna á sunnudaginn með sigri Spánverja, en mótið var einmitt haldið hér í Japan. Hins vegar eru greinilega sömu öfl á bak við japanskt sjónvarp og eru á bak við RÚV, því að í sígildum RÚV-stíl þá var ekki sýnt beint frá leiknum í japönsku sjónvarpi, bara upptaka sýnd einhvern tímann eftir miðnætti sem mig skorti kraft til þess að vaka eftir.
#3 Hello!Morning. Já talandi um sjónvarp þá var einmitt einn uppáhaldsþátturinn minn á dagskrá um hádegi á sunnudaginn, eins og hann er í hverri viku, milli 11:30-12:30 alla sunnudaga. Þegar ég settist niður og ætlaði að fara að horfa á hann hins vegar þá sá ég hann hvergi. Eftir svolitla rannsóknarvinnu kom í ljós að þátturinn er bara sýndur á Kanto (Tokyo) svæðinu á þessum tíma. Hér á Kansai svæðinu er hann sýndur viku síðar, á sunnudögum kl 6:30-7:30 eða svo, já að morgni til, og það er auðvitað ekki til í dæminu að vakna svo snemma á sunnudögum, svo það væri helst ef að maður tæki eitt langt laugardagskvöld að maður myndi kíkja á þáttinn fyrir svefninn.
Eins og heyra má af #2 og #3 þá er ég ekki sáttur með sjónvarpið hérna, en það er svosem nóg annað að gera svo ég örvænti ekki.
2 Ummæli:
Haha... hello morning... svoldið snemma
Svona er þetta að vera hjá þessum Kanseyjingum.
Búinn að sjá eitthvað af nippverskum hentæverzlunum?
Nei, ég sá verzlun með Moodyz vörur á leiðinni frá flugvellinum til Hirakata, en eftir það hef ég ekki mikið verið að leita það uppi, ekki mikið verið að verzla yfir höfuð.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim