Þakkargjörðarhátið
Ég vona að ég hafi munað íslenska heitið á þessari merkilegu hátið rétt, en það kemur líklega frá Könunum. Hér í Japan er eitthvað svipað uppi á teningnum, eða frídagur sem nefnist "Labor Thanksgiving Day" á enska vísu. Já það var semsagt frí í dag og tækifærið var vel notað til þess að sofa til hádegis og slappa af.
Um síðustu helgi þá skrapp ég loksins í sædýrasafnið í Osaka og var það mjög athyglisvert og eitthvað annað en selirnir í Húsdýragarðinum. Því miður missti ég af sveinka (ef þetta væri einn af íslensku jólasveinunum hvað ætli hann héti? Fiskfúll kannski? Endilega skiljið eftir skilaboð um skoðun ykkar á þessu) en það var nú sem betur fer nóg af öðrum furðuskepnum að virða fyrir sér.
En núna er gamanið búið, próf svo langt sem augað eygir - en augað eygir um 3 vikur fram í tímann virðist vera - eða nokkurn veginn þangað til ég legg af stað heim á leið 17. des. en fyrir þá sem vilja skipa móttökunefndina á Leifstöð þá lendir vélin kl 23:55 þann 18. des.
Jæja meira var það ekki í bili, en það er aldrei að vita nema ég skjóti inn einhverjum molum hingað á næstunni, sjáum til með það.
Um síðustu helgi þá skrapp ég loksins í sædýrasafnið í Osaka og var það mjög athyglisvert og eitthvað annað en selirnir í Húsdýragarðinum. Því miður missti ég af sveinka (ef þetta væri einn af íslensku jólasveinunum hvað ætli hann héti? Fiskfúll kannski? Endilega skiljið eftir skilaboð um skoðun ykkar á þessu) en það var nú sem betur fer nóg af öðrum furðuskepnum að virða fyrir sér.
En núna er gamanið búið, próf svo langt sem augað eygir - en augað eygir um 3 vikur fram í tímann virðist vera - eða nokkurn veginn þangað til ég legg af stað heim á leið 17. des. en fyrir þá sem vilja skipa móttökunefndina á Leifstöð þá lendir vélin kl 23:55 þann 18. des.
Jæja meira var það ekki í bili, en það er aldrei að vita nema ég skjóti inn einhverjum molum hingað á næstunni, sjáum til með það.
1 Ummæli:
Uss... svindl... þú verður kominn heim áður en við hérna verðum búnir með prófin okkar...
En eins og menn segja グッドラック!
Eða eitthvað þannig.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim