þriðjudagur, október 03, 2006

Póstur

Já í gær kom póstur til mín, það var miði á japönskuna formúluna á Suzuka brautinni um næstu helgi. Ég er semsagt að fara að horfa á Schumi og Alonso kljást um titilinn, og ekki minnkaði spennan eftir atburði helgarinnar. Svona á þetta að vera.
Annars verður að segjast að maður er eiginlega hálf knúinn til þess að halda með Schumi, því auðvitað vill maður fá fínt verður þegar maður fer á svona viðburði, og málið er bara að nema að það verði úrhelli að þá á greyið Alonso ekki mikinn séns. Svona er þetta.

Annars er svolítið síðan ég skrifaði hér seinast, en ástæðan fyrir þessu hléi er bara sú að það hefur verið lítið að gerast, ég hef bara verið að taka því rólega og einbeita mér að náminu. T.d. var ég í prófi #2 í þeirri prófaröð sem ég hef talað um hérna áður (og gekk vel). Síðan vill svo skemmtilega til að að á fimmtudaginn eru tvö orðaforðapróf hjá mér, eitt próf per japönskukúrs.

Síðan er ég að reyna að byrja að plana vetrarfríið aðeins, ég verð heimilislaus í um 4 vikur þannig að ég verð eitthvað á flakki allavega þann tíma, get að vísu verið 2 vikur í viðbót en það ræðst líklega af peningastöðunni. Stóra spurningin núna er bara hvort ég eigi að nenna að kíkja yfir til Suður-Kóreu í viku eða svo, ég þarf að pæla betur í því þegar ég hef tíma.

Jæja ég læt heyra í mér aftur eftir helgi með fréttir og vonandi myndir af formúlunni, annars er ég ekki búinn að vera duglegur að smella af myndum, tók að vísu nokkrar í Sake verksmiðjutúrnum, svo að ef að einhver getur mælt með góður online mynaalbúmi til að skella þeim upp á þá væri það vel þegið.

Bless í bili.

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Nokkrir möguleikar:
www.photobucket.com
www.picturetrail.com
www.photos.heremy.com
www.fotki.com
www.shutterfly.com

:)

03 október, 2006 16:46  
Blogger Einar sagði...

takk takk :)

03 október, 2006 20:35  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hi,Við lesum alltaf reglulega bloggið þitt og fylgjumst með því hvað er að gerast þarna hjá þér í japan. Við erum búnar að setja upp bloggsíðu sem heitir: skipholt.bloggar.is
Við óskum þér ánægjulega ferð á formúluna með schumi og alonso. Kv. móðursystir þín og Petra.
Ps. Petra hafði orð á því í gær að hún saknaði þess að þú kæmir ekki og oppnaðir útidyrahurðina þegar hún kemur í heimsókn.

05 október, 2006 06:51  
Blogger yanmaneee sagði...

air max 2019
yeezy boost 350
supreme hoodie
curry 5
supreme clothing
nike shox
goyard
bape hoodie
nike air max 270
air force 1

11 júní, 2020 18:30  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim