Menningardagur
Já í dag er menningardagur hér í Japan, en það er frídagur svo það er frí í skólanum jei!
Annars er það héðan að frétta að ég er sloppin úr einhverri mestu prófahrinu sem ég hef lent í síðan í stúdentsprófunum, en henni lauk í gær með tveim prófum. Svo er ég líka búinn að fá útkomuna úr miðannarprófunum og í stuttu máli fór það svona: 8.7, 8.9, 9.0, 9.2
Þeir sem fylgjast vel með hérna hafa hugsanlega tekið eftir því að ég tók í allt 5 miðannarpróf, en þetta eru bara 4 einkunnir. Hmnmm. En það er einföld skýring á því: það voru 2 próf í einu faginu, munnlegt og skriflegt, og gefin sameiginleg einkunn fyrir þau.
Núna eru prófin semsagt búin í bili svo ég get farið að hafa áhyggjur af lokaprófunum í desember...
Í öðrum fréttum er það helst að í gær eftir skóla þá fór ég með nokkrum öðrum skiptinemum og "lékum" í stuttmyndaverkefni sem nokkrir japanskir nemar hér við KG stóðu fyrir, en það byggðist á því að kvikmynda skiptinema vera að búa til takoyaki. Það tókst bara nokkuð vel, en það var nú soldið skondið að Japanirnir voru ekki með það alveg á tæru hverning ætti að malla þennan japanska rétt, svo að amerísk stúlka sem var með okkur í þessu og hafi búið til takoyaki áður sá um að kenna okkur hvernig ætti nú að fara að þessu öllu saman. Þegar að myndin er svo tilbúin á víst að skella henni á netið, svo það er aldrei að vita nema að smelli upp tengli hérna svo þið getið hlegið ykkur máttlaus yfir henni.
Í dag ætlaði ég að vera duglegur, vakna snemma, og kíkja í sædýrasafnið í Osaka. En letin náði yfirhöndinni og ég svaf út og sit nú hérna að skrifa þetta. Ég reyni bara aftur á morgun eða hinn. Annars er víst líka einhver hátíð í gangi í skólanum núna um helgina og verða í gangi ýmis skemmtiatriði og "activities" þanning að ætli ég verði ekki að kíkja þangað annan hvorn daginn. En þá er þessi langa, fína helgi bara langt á veg komin.
Já svo má ekki gleyma því að á þriðjudaginn var hrekkjavaka, og þar sem við erum svo amerísk hérna þá var auðvitað haldið uppá það með pompi og prakt. Í lounge-inu í skólanum var stórt partí sem var nú mest bara troðningur og hávaði, en svo stóð hún Jessica fyrir litlu einka-partí hérna á heimavistinni þar sem við gerðum sitthvað sem hún tengir við hrekkjavökuna, eins og að fara í leiki, éta nammi, horfa á Casper, og borða pítsu - en það má geta þess að Domino's pítsurnar hérna í Japan eru verri en á Íslandi, ótrúlegt en satt.
Sjálfur nennti ég ekki að standa í því að ljósmynda þennan merkisdag, en ég fékk nokkrar myndir frá fólki sem var að mynda og hver veit nema ég skelli þeim upp hérna einhvern daginn (ásamt sake myndunum...). Sem betur fer fékk ég engar myndir af sjálfum mér eftir að fólkið þarna réðst á mig og klæddi mig upp á fáranlegan hátt þannig að ég hef góða afsökun fyrir að birta þær ekki, en hver veit nema ég komist yfir þær síðar.
Síðast en ekki síst, það er barasta kominn nóvember, en maður er ennþá í stuttermabolnum hérna. Þetta er nú afskaplega þægilegt veður, en ég verð nú að viðurkenna að ég sakna íslenska veðursins solidð.
Annars er það héðan að frétta að ég er sloppin úr einhverri mestu prófahrinu sem ég hef lent í síðan í stúdentsprófunum, en henni lauk í gær með tveim prófum. Svo er ég líka búinn að fá útkomuna úr miðannarprófunum og í stuttu máli fór það svona: 8.7, 8.9, 9.0, 9.2
Þeir sem fylgjast vel með hérna hafa hugsanlega tekið eftir því að ég tók í allt 5 miðannarpróf, en þetta eru bara 4 einkunnir. Hmnmm. En það er einföld skýring á því: það voru 2 próf í einu faginu, munnlegt og skriflegt, og gefin sameiginleg einkunn fyrir þau.
Núna eru prófin semsagt búin í bili svo ég get farið að hafa áhyggjur af lokaprófunum í desember...
Í öðrum fréttum er það helst að í gær eftir skóla þá fór ég með nokkrum öðrum skiptinemum og "lékum" í stuttmyndaverkefni sem nokkrir japanskir nemar hér við KG stóðu fyrir, en það byggðist á því að kvikmynda skiptinema vera að búa til takoyaki. Það tókst bara nokkuð vel, en það var nú soldið skondið að Japanirnir voru ekki með það alveg á tæru hverning ætti að malla þennan japanska rétt, svo að amerísk stúlka sem var með okkur í þessu og hafi búið til takoyaki áður sá um að kenna okkur hvernig ætti nú að fara að þessu öllu saman. Þegar að myndin er svo tilbúin á víst að skella henni á netið, svo það er aldrei að vita nema að smelli upp tengli hérna svo þið getið hlegið ykkur máttlaus yfir henni.
Í dag ætlaði ég að vera duglegur, vakna snemma, og kíkja í sædýrasafnið í Osaka. En letin náði yfirhöndinni og ég svaf út og sit nú hérna að skrifa þetta. Ég reyni bara aftur á morgun eða hinn. Annars er víst líka einhver hátíð í gangi í skólanum núna um helgina og verða í gangi ýmis skemmtiatriði og "activities" þanning að ætli ég verði ekki að kíkja þangað annan hvorn daginn. En þá er þessi langa, fína helgi bara langt á veg komin.
Já svo má ekki gleyma því að á þriðjudaginn var hrekkjavaka, og þar sem við erum svo amerísk hérna þá var auðvitað haldið uppá það með pompi og prakt. Í lounge-inu í skólanum var stórt partí sem var nú mest bara troðningur og hávaði, en svo stóð hún Jessica fyrir litlu einka-partí hérna á heimavistinni þar sem við gerðum sitthvað sem hún tengir við hrekkjavökuna, eins og að fara í leiki, éta nammi, horfa á Casper, og borða pítsu - en það má geta þess að Domino's pítsurnar hérna í Japan eru verri en á Íslandi, ótrúlegt en satt.
Sjálfur nennti ég ekki að standa í því að ljósmynda þennan merkisdag, en ég fékk nokkrar myndir frá fólki sem var að mynda og hver veit nema ég skelli þeim upp hérna einhvern daginn (ásamt sake myndunum...). Sem betur fer fékk ég engar myndir af sjálfum mér eftir að fólkið þarna réðst á mig og klæddi mig upp á fáranlegan hátt þannig að ég hef góða afsökun fyrir að birta þær ekki, en hver veit nema ég komist yfir þær síðar.
Síðast en ekki síst, það er barasta kominn nóvember, en maður er ennþá í stuttermabolnum hérna. Þetta er nú afskaplega þægilegt veður, en ég verð nú að viðurkenna að ég sakna íslenska veðursins solidð.
1 Ummæli:
Gaman að heyra hvað þú ert orðinn mikill "frat-boy".
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim