mánudagur, desember 18, 2006

Chillað á pakkanum og chillað á pleisnu í Doha

Já sem stendur er ég á Doha International Airport í Qatar (er á leiðinni heim á klakann svona fyrir þá sem hafa ekki verið að fylgjast með.
Nú upphaflega átti þetta stopp að vera 1klst45min eða svo, en þegar það var búið að borða flugvélina þá kom í ljós að það var einhver bilun í vökvadælikerfi (eða hvað sem hydraulics heitir nú á íslensku) einhversstaðar í vélinni, man ekki hvar. En þetta var semsagt svo alvarlegt og þarf víst það mikinn tíma að laga að það (hvar er Einar Þór þegar þarf á honum að halda?) var ákveðið að henda okkur úr á malbikið aftur - nei reyndar fengum við far aftur inn í flugvöllinn og var okkur boðið upp á morgunverð þar - og okkur verður svo troðið inn í aðra rellu núna eftir smástund.
Allt í allt um 2klst seinkun - gott að maður var með 10klst upp á að hlaupa í London í bið eftir Icelandair dollunni.

Uppfærsla: síðasta færsla endaði kannski svolítið snögglega, ég áttaði mig á því að ég þurfti að fara að koma með að hliðinu, en þá kom í ljós að það hefur orðið ítarlegri seinkun, 1.5klst eða allt í allt 3.5klst nema að það verði einhver meiri seinkun. Jæja þetta þýðir þá bara minni bið í London, verst að ég hefði frekar viljað nýta tíman þar til þess að kíkja í bæinn heldur en að hanga á netinu hérna í flugstöðinni. Oh well...

1 Ummæli:

Blogger Pétur sagði...

Uss...
En þú ert samt heppinn að þurfa ekki að vera að læra undir próf!

arrrhrhrr

eins og ég þ.e.

að vísu er þetta síðasta prófið mitt og ég ætti kannski að vera að læra staðinn fyrir að hanga á netinu... hmm... ekki sniðugt

en allavega, ég kláraði leik sem heitir Dark Messiah of Might n Magic sem ég sótti ekki löglega á netið fyrir margt löngu, eða stuttu..

Flott blóðbað þar á ferð.

19 desember, 2006 00:01  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim