þriðjudagur, maí 01, 2007

Rakvélarhausar

Á föstudaginn þá kíkti ég til Osaka, nánar í Yodobashi Camera, stærstu raftækjavöruverslunina í Osaka held ég alveg örugglega og þó víðar væri leitað. Þangað er alltaf skemmtilegt að koma, endalaust af drasli þar að sjá sem maður hafði litla sem enga hugmynd um að væri yfir höfuð til.
Þar sem ég var staddur þar þá notaði ég tækifærið og keypti nýja rakvélarhausa fyrir rakvélina mína. Mælt er með því að það sé skipt um þá á tveggja ára fresti, en sjálfur hafði ég ekki gert það síðan að ég fékk rakvélina í jólagjöf fyrir...það mörgum árum að ég hef ekki tölu á því.
Þegar heim var komið þá tók það stutta stund að svissa gömlu hausunum út fyrir þá nýju og síðan var hafist handa við prufukeyrslu, og gekk hún bara mjög vel fyrir sig, betri og þægilegri rakstur en ég man eftir. Þannig að það virðist vera eitthvað vit í því sem þeir segja að það eigi að skipta út hausunum reglulega, ekki bara peningaplokk.

Af hverju er ég að segja ykkur þessa sögu? Jú, af því að þrátt fyrir að apríl hafi komið og farið síðan ég setti inn síðustu færslu, þá er þetta það merkilegasta sem hefur gerst hérna hjá mér. Námið hefur bara alveg gjörsamlega gleypt mig með húð og hári. En það fer að styttast í þessu hjá mér, í dag eru nákvæmlega 2 vikur í að skólanum ljúki. Eftir 2 vikur plús einn dag er síðan von á Simma vini mínum hingað til Japan og þá taka við 3 vikur af pjúra sukki og svínaríi til þess að bæta upp fyrir skortinn á því síðustu mánuði áður en haldið verður heim til Íslands, en von er á mér þangað kl 23:55 að kvöldi 7. júní fyrir þá sem vilja skipa móttökunefndina í Leifsstöð.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég læt lögregluna vita hún tekur vel á móti, vaselín og latexhanskar.

Síðan tekur tollurinn við, kannski Unnur Birna þukli á þér hátt og lágt er hún ekki tollari?

03 maí, 2007 10:04  
Anonymous Nafnlaus sagði...

mig sárvantar netfang hjá þér sem er í notkun... gætirðu sent mér það á gmail netfangið mitt?.

13 maí, 2007 18:47  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim