Myndir?
Já það er orðið langt um liðið síðan ég uppfærði myndirnar. Já ég er latur.
Hérna eru nokkrar skemmtilegar myndir sem ég vildi hafa commentary með, ætli ég reyni ekki að setja upp fleiri myndir bráðlega.
Byrjum í Tokyo þar sem ég rakst á þetta:
Uppáhaldsverslunin hennar mömmu (Illums sko), góð ástæða til að skreppa aðeins til Japan er það ekki? Ég kíkti þarna inn snögglega en sá nú ekkert sem ég kannaðist við fyrir utan skræpóttu krúsirnar/skálarnar okkar.
Næsta mynd er fyrir hann Pétur:Japanski flotinn í öllu sínu veldi - eða þannig. Tekin í Otaru.
Næst er maður mættur til Akihabara:
Hvað ætli nördarnir séu að glápa á?
Jú þetta:
Ekki veit ég hver tilgangurinn var, eða hvort það var yfir höfuð einhver tilgangur, fyrir utan að bara vera þarna og vera sætar. Kannski upprennandi Airi & Meiri? Ho-hum.
Morning Musume audition rejects (svipað Idol rejects):
Þessar stúlkur stóðu semsagt útá miðri götu (sem betur fer lokað fyrir umferð) í Akihabara og sungu fyrir mannskapinn - ásamt því að reyna að selja geisladiska eða kynna tónleika. Skemmtilegast var samt þegar að þær tóku sprettinn þegar að löggan nálgaðist.
Síðast en ekki síst: Tekin á sjóferð í Yokohama. Byggingin hægra megin á myndinni öllu mér miklum heilabrotun - þetta er semsagt hótel sem heitir InterContinental The Grand Yokohama og ég var alveg handviss að ég hefði séð hana áður en ég gat bara engan veginn munað hvar. Nú ég var að því kominn að gefast upp, afskrifa það bara með þeirri útskýringu að ég hefði séð það í einhverri japanskri kvikmyndir þar sem ég hef nú séð ófáar þegar að loksins kviknaði ljós í kollinum á mér.
Þessa byggingu þekkti ég af coveri af bók sem að pabbi á, nánar tiltekið briddsbók, en heimsmeistaramótið í bridds var einmitt haldið þarna árið 1991 og þetta var semsagt bók um það mót. Ég hef nú engan sérstakan áhuga á þessari bók, enda enginn briddsmaður, bara séð coverinu bregða fyrir, og það eru örugglega a.m.k. 10 ár, líklega hátt í 15 ár síðan ég gerði það síðast. Alveg ótrúlegt að maður skuli bara allt í einu muna svona hluti.
Núna man ég hins vegar ekki meira, bless í bili.
Byrjum í Tokyo þar sem ég rakst á þetta:
Uppáhaldsverslunin hennar mömmu (Illums sko), góð ástæða til að skreppa aðeins til Japan er það ekki? Ég kíkti þarna inn snögglega en sá nú ekkert sem ég kannaðist við fyrir utan skræpóttu krúsirnar/skálarnar okkar.
Næsta mynd er fyrir hann Pétur:Japanski flotinn í öllu sínu veldi - eða þannig. Tekin í Otaru.
Næst er maður mættur til Akihabara:
Hvað ætli nördarnir séu að glápa á?
Jú þetta:
Ekki veit ég hver tilgangurinn var, eða hvort það var yfir höfuð einhver tilgangur, fyrir utan að bara vera þarna og vera sætar. Kannski upprennandi Airi & Meiri? Ho-hum.
Morning Musume audition rejects (svipað Idol rejects):
Þessar stúlkur stóðu semsagt útá miðri götu (sem betur fer lokað fyrir umferð) í Akihabara og sungu fyrir mannskapinn - ásamt því að reyna að selja geisladiska eða kynna tónleika. Skemmtilegast var samt þegar að þær tóku sprettinn þegar að löggan nálgaðist.
Síðast en ekki síst: Tekin á sjóferð í Yokohama. Byggingin hægra megin á myndinni öllu mér miklum heilabrotun - þetta er semsagt hótel sem heitir InterContinental The Grand Yokohama og ég var alveg handviss að ég hefði séð hana áður en ég gat bara engan veginn munað hvar. Nú ég var að því kominn að gefast upp, afskrifa það bara með þeirri útskýringu að ég hefði séð það í einhverri japanskri kvikmyndir þar sem ég hef nú séð ófáar þegar að loksins kviknaði ljós í kollinum á mér.
Þessa byggingu þekkti ég af coveri af bók sem að pabbi á, nánar tiltekið briddsbók, en heimsmeistaramótið í bridds var einmitt haldið þarna árið 1991 og þetta var semsagt bók um það mót. Ég hef nú engan sérstakan áhuga á þessari bók, enda enginn briddsmaður, bara séð coverinu bregða fyrir, og það eru örugglega a.m.k. 10 ár, líklega hátt í 15 ár síðan ég gerði það síðast. Alveg ótrúlegt að maður skuli bara allt í einu muna svona hluti.
Núna man ég hins vegar ekki meira, bless í bili.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim