Sapporo - aftur
Já við erum víst ennþá stödd í Sapporo, gleymdi að minnast á einn hlut.
Það er kalt í Sapporo á veturna. Alveg vel niður fyrir frostmark, t.d. er hitinn (kuldinn) núna á hádegi þar -7°, og ætli það hafi ekki verið eitthvað svipað þann tíma sem ég var þar.
Nú þrátt fyrir það eru Sapporobúar ekkert alltof mikið fyrir það að klæða sig í þykk vetrarföt svona eins og við Íslendingar gerum. Sérstaklega er þó eftirtektarvert hversu fáir notast við húfu eða álíka skjólklæðnað fyrir höfuð og eyru. Liggur við að það megi spotta útlendingana þar á því að það eru þeir sem eru mest með húfur (ég sjálfur innifalinn í því).
Reyndar hitti ég tvo útlendinga á fjölförnu götuhorni í miðbæ Sapporo sem voru ekki með húfur, en þeir höfðu annað til að halda á sér hita: brennheita trú sína. Þetta voru semsagt mormónar, Mitchell frá USA og Dervin frá Nýja-Sjálandi, svona á mínum aldri, mættir til Sapporo til að boða hina einu sönnu trú eða eitthvað svoleiðis. "Do you know there is a god that loves you?" var t.d. pikk-öpp línan þeirra. Ég spjallaði við þá í smástund en get róað ykkur (eða valdið ykkur vonbrigðum?) því að ég frelsaðist ekki af þessu spjalli okkar þó að ég hafi haft gaman af því, oft gaman að hlusta á fólk blaðra um hluti sem það hefur svona mikinn áhuga fyrir.
Jæja ætli ég segi ekki umfjölluninni um Sapporo lokið með þessu, næst kemur eitthvað annað, kannski jafnvel myndir sem ég lofaði í október á síðasta ári...but don't hold your breath.
Það er kalt í Sapporo á veturna. Alveg vel niður fyrir frostmark, t.d. er hitinn (kuldinn) núna á hádegi þar -7°, og ætli það hafi ekki verið eitthvað svipað þann tíma sem ég var þar.
Nú þrátt fyrir það eru Sapporobúar ekkert alltof mikið fyrir það að klæða sig í þykk vetrarföt svona eins og við Íslendingar gerum. Sérstaklega er þó eftirtektarvert hversu fáir notast við húfu eða álíka skjólklæðnað fyrir höfuð og eyru. Liggur við að það megi spotta útlendingana þar á því að það eru þeir sem eru mest með húfur (ég sjálfur innifalinn í því).
Reyndar hitti ég tvo útlendinga á fjölförnu götuhorni í miðbæ Sapporo sem voru ekki með húfur, en þeir höfðu annað til að halda á sér hita: brennheita trú sína. Þetta voru semsagt mormónar, Mitchell frá USA og Dervin frá Nýja-Sjálandi, svona á mínum aldri, mættir til Sapporo til að boða hina einu sönnu trú eða eitthvað svoleiðis. "Do you know there is a god that loves you?" var t.d. pikk-öpp línan þeirra. Ég spjallaði við þá í smástund en get róað ykkur (eða valdið ykkur vonbrigðum?) því að ég frelsaðist ekki af þessu spjalli okkar þó að ég hafi haft gaman af því, oft gaman að hlusta á fólk blaðra um hluti sem það hefur svona mikinn áhuga fyrir.
Jæja ætli ég segi ekki umfjölluninni um Sapporo lokið með þessu, næst kemur eitthvað annað, kannski jafnvel myndir sem ég lofaði í október á síðasta ári...but don't hold your breath.
1 Ummæli:
Ég lenti í svona gaurum á Laugarvegnum á síðasta ári. Slapp þegar ég sagðist hafa rætt við Óðinn almátka á þriðjudaginn var... eða eitthvað þannig.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim