sunnudagur, apríl 05, 2009

Ferðasaga

Já, eldsnemma á miðvikudagsmorgni þá var haldið af stað út á Leifsstöð og þaðan flogið til London. Þegar þangað kom var mér tilkynnt að ég hefði verið bumpaður upp í business class, þannig að á meðan ég var að bíða eftir fluginu til Tokyo þá hafi ég það bara mjög rólegt í JAL loungeinu á Heathrow, sat í þægilegum stól og hafði eins mikið af drykk og snarli eins og ég gat í mig látið.
Um borð í flugvélinni fór ekki síður vel um mig. Ég sat í hálfgerðu geimskipi með alveg endalaust fótapláss og með því að ýta á einn takka þá lagðist það alveg flatt. Maturinn var síðan ekki af verri endanum, hægt að velja á milli nokkurra máltíða og ég hugsa að ég hafi aldrei farið svona fínt út að borða á ævinni. Bragðið var hins vegar ekkert spes.
Nú þökk sé þessum þægindum (og svefnpillu frá pabba) þá hvíldist ég ágætlega í vélinni og lenti alveg þokkalega hress í Tokyo kl 13:00 að staðartíma. Á Narita-flugvelli var síðan tekið á móti mér og ég sendur á hótel til að dvelja eins nótt og lestarmiði daginn eftir til Sendai. Ég nýtti því tækifærið og þvældist aðeins um Tokyo og kíkti á gamlar og kunnuglegar slóðir (Akihabara).
Næsta morgun dröslaðist ég síðan út á lestarstöð og fór með Shinkansen hraðlestinni til Sendai. Þar tók Kim, leiðbeinandinn minn, á móti mér og fór fyrst með mig á kampusinn þar sem ég hitti alveg endalaust af fólki sem ég man ekkert hvað heita áður en við héldum að lokum á heimavistina, þar sem ég sit og skrifa þetta.
Í gær, laugardag, tók ég því svo mest rólega. Tók einn labbitúr um hverfið hérna til að kynna mér það og verslaði aðeins inn, og skrapp síðan niður í miðbæ en þar var fjörlegt enda laugardagseftirmiðdagur og lagðist pleisið bara ágætlega í mig.
Í dag er síðan planið að skreppa í smá verslunarleiðangur - ennþá ýmsar nauðsynjar sem mig vantar - og síðan er smá welcome party hérna á heimavistinni í kvöld sem ég hugsa að ég reyni að kíkja í.
Á morgun hefst síðan alvaran. Þarf að fara að útrétta ýmislegt sem ekki er hægt um helgar: fara í ráðhúsið fyrir "alien registration", fara í bankann og/eða pósthúsið að opna reikning og líka að borga einhverja reikninga, og síðan er örugglega eitthvað meira sem ég er að gleyma. Þegar það er allt búið þá gefst kannski tími til að fara að huga aðeins að náminu sjálfu.

Að lokum bara smá aðvörun að ég ætla að reyna að breyta uppsetningunni á blogginu aðeins, m.a. til þess að allar myndir líti ekki út eins og hér að neðan þannig að ef þið kíkið hingað og allt er í ruglinu þá er það (vonandi) bara tímabundið.

7 Ummæli:

Anonymous Pétur sagði...

Glæsilegt

Fátt skemmtilegra en að fylla út Alien-registration eyðublaðið

05 apríl, 2009 12:24  
Anonymous Kristinn sagði...

Flottur. Ekki ónýtt að vera bumpaður upp í Business Class í svona löngu flugi ;)

05 apríl, 2009 16:21  
Blogger Einar sagði...

Já algjör lúxus. Verst að þetta spoilar manni alveg hrikalega; veit ekki hvað ég geri ef ég lendi með plebbunum í economy class á heimleiðinni...

05 apríl, 2009 21:15  
Blogger Mamma sagði...

Gaman að heyra ferðasöguna. Heppinn að vera uppgraderaður í svona löngu flugi og fá svona þjónustu. Þegar við pabbi þinn fórum til Boston um daginn þá var ekki einu sinni boðið upp á mat í economy class en maður gat keypt sér gamlar samlokur.
Hlakka til að fara að sjá myndir frá Japan hér á síðunni þinni.

06 apríl, 2009 07:47  
Blogger Mamma sagði...

Heppinn að vera uppgraderaður í svona löngu flugi. Þetta er ekki eins og hjá okkur pabba þínum þegar við flugum með Flugleiðum til Boston um daginn, barasta enginn matur, en farþegum stóð til boða að kaupa sér gamlar samlokur.
Hlakka til að fara að sjá myndir frá Japan.

06 apríl, 2009 07:48  
Blogger Einar sagði...

Myndir já...hef verið óduglegur með það, en kannski ég smelli af nokkrum myndum af heimavistinni við tækifæri.

06 apríl, 2009 08:24  
Blogger yanmaneee sagði...

yeezys
moncler jackets
kyrie 6
yeezy
ferragamo belt
air max 270
off white nike
kd 12
adidas yeezy
supreme clothing

11 júní, 2020 18:15  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim