fimmtudagur, júní 07, 2007

1 down, 2 to go

Já eins og er þá sit ég á flugvellinum í Dubait, búinn með fyrsta flugið mitt í dag og er að bíða eftir flugi nr 2 af 3.

Það er semsagt búið að vera alveg stanlaust stuð og ferðalag á okkur Simma frá síðustu færslu og hef ég varla haft tíma til að líta upp, hvað þá að uppfæra þetta ómerkilega blogg mitt.

En nú er það þannig að ef allt gengur vel þá verð ég kominn heim á Bergstaðastrætið eftir 20 klst eða svo, þetta mikla ferðalag mitt sem hófst í ágúst í fyrra loks á enda og það sama má segja um þetta blogg.
Ég er nefninlega ekki nægilega narcissitískur til að blogga um mitt daglega líf á Íslandi - eða kannski hefði ég bara ekkert að skrifa um.
Ég ætla samt að reyna að setja inn stutta ferðasögu og jafnvel almennar hugleiðingar um skiptinámið í heild, en ég vonast nú til þess að hitta flesta lesendur mína fljótlega og gefa þeim þetta þá bara beint í æð.

Þangað til - bæó!

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

góða ferð :)

07 júní, 2007 18:18  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim