laugardagur, apríl 11, 2009

Hanami

Í dag fór ég á Hanami, en það er þegar fólkið hérna safnast saman í almenningsgörðum í hálfgerðri lautarferð með mat og drykk að dást að sakura-trjánum þegar þau eru í blóma. Almennt er það mjög illa séð að drekka áfengi á almannafæri hér í Japan, hvað þá að degi til, en á hanami leyfist það.
Við vorum reyndar heldur snemma á ferðinni því sakura-trén hérna eru ekki komin í fullan blóma enda svalara hér heldur en t.d. í Tokyo. Þar sem við vorum, í Nishi-koen (Vesturgarði), var líka ekkert sérlega mikið af sakura-trjám til að byrja með, en það sýnir bara og sannar að þetta er að mestu leyti tilefni til þess að sitja undir berum himni að sötra áfengi.


Útsýnið


Afi gamli að sníkja heimabruggað hrísgrjónavín frá Satoshi, en hann (Satoshi) hafði komið til Íslands og farið Gullna hringinn og alles.


Gengið - mjög alþjóðlegt; frá vinstri: Kórea, Japan, Rússland, Svíþjóð, Tævan, Ísland.


Verið að sturta öllum bráðnaða klakanum úr kæliboxinu. Gaurinn til vinstri heitir Nori og merkilegt nokk þá var hann nemandi við Kansai Gaidai á sama tíma og ég var þar sem skiptinemi.

6 Ummæli:

Blogger Mamma sagði...

Frábært að sjá þessar fínu myndir. Og þetta sýnir einnig hvað heimurinn er lítill, sænsk dama þarna, eldri herramaður sem hefur komið til Íslands og nemi sem var með þér í Kansai

12 apríl, 2009 09:44  
Anonymous Pétur sagði...

Ég sé hvergi „Asahi super dry" :(

15 apríl, 2009 14:03  
Blogger Einar sagði...

Nei það var bara boðið upp á ぐぐっと生 þarna sbr http://wscreen.blog19.fc2.com/blog-entry-457.html
Heldur ómerkilegur bjór en bjór engu að síður; kannski sambærilegur við sullið sem þú fékkst hjá VG...
Síðan var reyndar Kirin Chu-Hi þarna líka, en við alvöru karlmennirnir vorum auðvitað bara í heimabrugginu og að sötra Ume-shu úr tetra-pak - þó mér finnist áfengi í tetra-pak eitthvað alveg hrikalega alkalegt.

15 apríl, 2009 23:25  
Blogger Einar sagði...

Annars þá er Asahi Super Dry yesterday's news; aðal-rageið þessa dagana er Clear Asahi: http://link.brightcove.co.jp/services/player/bcpid2895784001?bclid=2899116001&@videoList.featured=17205585001

15 apríl, 2009 23:34  
Anonymous Nafnlaus sagði...

いいね

fæ bara vatn í munninn

16 apríl, 2009 05:06  
Blogger yanmaneee sagði...

yeezy
converse outlet
nmd
kyrie 3
lebron 17
kobe 9
yeezy
converse shoes
yeezy boost 350
stephen curry shoes

11 júní, 2020 18:30  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim