laugardagur, apríl 25, 2009

Innipúkinn

Það er rigning útí. Og þá meina ég ekki einhvern smá úða eins og heima á klakanum, þó svo að hann ferðist lárétt en ekki lóðrétt eins og rigningin hérna. Nei hérna rignir svo mikið að það liggur við að það sé ekki hægt að mæla það í millimetrum - tölurnar verða of stórar - heldur eru sentimetrarnir hentugri.
Ég er þess vegna bara að pulla innipúkann á þetta. Gekk í smá þrif hérna áðan en annars er ég bara að taka lífinu með ró og glápa á imbakassann, m.a. úrslitakeppnina í NBA og síðan eru víst tímatökur í formúlunni á eftir. Er ég bara fegnastur því að þurfa ekkert að fara út úr húsi í dag.
Ykkur sem lesið þetta hvet ég hins vegar til að drífa ykkur út úr húsi í dag, skunda á næsta kjörstað og kjósa, og kjósa rétt - hvað svo sem það er.

2 Ummæli:

Blogger Mamma sagði...

Við pabbi þinn vorum að koma heim frá því að kjósa og auðvitað kusum við rétt.

26 apríl, 2009 00:29  
Blogger Mamma sagði...

Við pabbi þinn vorum að koma heim frá því að kjósa og auðvitað kusum við rétt.

26 apríl, 2009 00:29  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim