sunnudagur, maí 17, 2009

Aoba hátíðin

Í gær og í dag er í gangi ein stærsta hátið ársins hérna í Sendai, Aoba hátíðin (fyrir smá bakgrunn þá er hægt að kíkja hingað). Í gær fór ég niður í miðbæ og kíkti á stemminguna og það helsta sem var í gangi í gær var svokallaður suzume odori (e. sparrow dance; í. þrastardans held ég, er ekki vel að mér í fuglaheitum). Hér fyrir neðan er myndband sem ég tók þegar að lætin voru sem mest, og eins nokkrar myndir frá því í gær.




Fólk að dansa


Afi gamli að berja á trommu


Ég og Park að pósa með gaur dressaðan í búning Date Masamune, stofnara Sendai


Stórir og þungir timburvagnar (e. floats) sem voru til sýnis í gær og verður ekið um strætin í dag


Væri gaman að fara að kíkja á það en það er leiðinda rigning úti svo ég veit ekki hvort ég nenni út úr húsi...