Have a break, have a Kit Kat
Á myndinni hérna má sjá hluta af Kit Kat sælgæti sem ég hef leitað uppi hérna í Japan til að bragða á. Ef við byrjum frá vinstri þá er þar epla-edik, síðan kemur venjulegt Kit Kat, hvít ferskja, gul ferskja, og lengst til hægri er sítrónu-edik, grænt te, og síðast "rósar"-bragð. Japanirnir eru nefninlega mikið fyrir hinar ýmsu Kit Kat bragðtegundir, og þetta er bara örlítið brot af því sem er til/hefur verið til hérna í Japan.
Aðalástæðan fyrir því að ég er að þessu - þó að það sé vissulega gaman að bragða hinar ýmsu tengundir - er sú að ég er að leita að hinu "ultimate" Kit Kat. Klassíska Kit Kattið er vissulega gott á stundum en það kemur fyrir að einhver önnur bragðtegund toppar það, og jafnvel allt annað súkkulaði líka. Sem dæmi má nefna Kit Kat Caramac sem var til um skeið heima á klakanum fyrir nokkru árum og var alveg unaðslega gott, en því miður var það bara framleitt í takmörkuðu upplagi og veit ég ekki til þess að það sé fáanlegt neins staðar í heiminum um þessar mundir. Önnur eftirminnileg bragðtegund var grænt te - en þó ekki það sem er á myndinni - það var einhverju öðru blandað við sem ég man ekki hvað var, og veit ég ekki til þess að það sé fáanlegt hérna lengur, en það var einmitt frá Japan.
Leitin að hinu "ultimate" Kit Kat sem er fáanlegt nú á dögum heldur því áfram. Ég komst ansi nálægt því um daginn þegar ég bragðaði á "custard pudding" Kit Kat (óþarfi að benda á að custard og pudding séu það sama, spyrjið Japanana út í það) sem var alveg þrusu-gott - það gott að ég át það upp til agna og er því ekki á myndinni - en samt kannski ekki alveg toppurinn.
Leitin - eða kannski réttara sagt ævintýrið - heldur því áfram.
2 Ummæli:
Já, karamellu KitKatið var hrikalega gott. En það vantar alveg þessa ævintýraþörf í mig, karamellubragðið er svona um það bil eins langt og ég er tilbúin að fara út fyrir normið :D Grænt te, rósir og ferskjur höfða ekki beint til mín :P
Ég er nú svo illa að mér í KitKat menningu að ég hélt að einungis væri til þetta klassíska KitKat. En ég segi það sama og Gunna, ég get ekki sagt að mig langi mikið í KitKat með rósabragði hvað þá súkkulaði sem bragðast eins og grænt te.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim