miðvikudagur, maí 27, 2009

Miðnæturnúðlur og ritgerðarskrif

Núðlur:


Ritgerðarskrif:

2 Ummæli:

Blogger Mamma sagði...

Ósköp virkar búskapurinn hjá þér nú stúdentalegur. Ég vona að þú þurfir ekki að borða núðlur á hverju kvöldi.

Þú settir inn myndir af herberginu þínu fyrr í vor og nú er ég sérstaklega að hugsa til þessarar af klósettinu. Málið er nefnilega að það var í fréttum hér á landi nú í vikunni (í síðdegisútvarpi sem ég heyrði í bílnum)hvað Japanir væru framarlega í klósettmenningu og það nýjasta er að nú er hægt að kaupa klósettpappír með spennandi hasarsögum prentuðum á pappírinn. Þessi pappír er víst það vinsæll að það verður brátt óþarfi að taka með sér lesefni á ónefndan stað.

29 maí, 2009 18:48  
Blogger Einar sagði...

Ég er nú einu sinni stúdent, og bý þar að auki á heimavist þannig að ég get ekki farið að bralla mikið í eldhúsinu um miðja nótt án þess að vekja alla.

Ég er nú ekki vel að mér með þennan klósettpappír en mig grunar að þetta sé meira bara svona novelty gift heldur en lífsnauðsyn.

30 maí, 2009 10:59  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim