Hljóðreiðaleiðangar
Um síðustu helgi skrapp ég í tvö stykki hjólreiðaleiðangra í góða veðrinu sem hefur verið undanfarið og það vildi þannig til að áfangastaður þeirra beggja voru verslunarmiðstöðvar, ekki að ég hafi farið þangað með það að markmiðið að versla en það er bara einhvernveginn skemmtilegra að hafa eitthvað markmið.
Á leið yfir Hirose ánna
Eftir 50 mínútur eða svo var loksins komið á leiðarenda - The Mall. Ekkert alltof stór en fínt úrval og verðið almennt ekki slæmt. Fínasta bíó þar líka.
Næsta dag var haldið til Mitsui Outlet Park við höfnina í Sendai. Tók alveg vel rúman klukkutíma að hjóla þangað - en það má svosem geta þess að það er solidð útblásið af því að liggur við hvert sem farið er hér í Sendai fer alveg heilmikill tími í það að bíða eftir umferðarljósum. Ekki mikið varið í búðirnar þar fannst mér, þó að Adidas verslunin hafi verið með strigaskó á mjög góðu verði - verst bara að mig vantar ekki strigaskó. Fínasta parísarhjól í bakgrunni, þarf að skreppa í það við tækifæri.
Hvert á maður síðan að fara næst?
Á leið yfir Hirose ánna
Eftir 50 mínútur eða svo var loksins komið á leiðarenda - The Mall. Ekkert alltof stór en fínt úrval og verðið almennt ekki slæmt. Fínasta bíó þar líka.
Næsta dag var haldið til Mitsui Outlet Park við höfnina í Sendai. Tók alveg vel rúman klukkutíma að hjóla þangað - en það má svosem geta þess að það er solidð útblásið af því að liggur við hvert sem farið er hér í Sendai fer alveg heilmikill tími í það að bíða eftir umferðarljósum. Ekki mikið varið í búðirnar þar fannst mér, þó að Adidas verslunin hafi verið með strigaskó á mjög góðu verði - verst bara að mig vantar ekki strigaskó. Fínasta parísarhjól í bakgrunni, þarf að skreppa í það við tækifæri.
Hvert á maður síðan að fara næst?
2 Ummæli:
Æðilegt að sjá myndir og fá fréttir, ég hefði nú skellt mér í parísarhjólið fyrst það er þarna rétt hjá :)
En það vantar alveg kaupóða Íslendinginn í þig, maður getur alveg keypt sér aðra adidas skó ef þeir eru hræódýrir, jafnvel þótt maður eigi aðra :D
Hlakka til að sjá myndir úr næsta hjólreiðartúr, við getum öfundað þig af góða veðrinu því hér er komið haust, 8 stiga hiti og hávaðarok...
Ég tek undir þetta með Gunnu, það vantar nú barasta kaupæði-genið í þig. Ég hefði nú bara kippt með mér einu ódýru pari, maður á aldrei nóg af skóm a.m.k. ekki konur.
Gaman að sjá þessar myndir, mollin í Japan virðast nú vera mjög áþekk og mollin t.d. í Ameríku en þau eru e.t.v. eins um allan heim.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim