Lokahóf, flugeldar og Tanabata
Á miðvikudaginn síðasta var lokahóf hjá málvísundunum í tilefni þess að önnin var á enda. Það var því safnast saman í rannsóknarherberginu og drukkið, borðað og spjallað (raðað eftir mikilvægi; frá mikilvægasta og niður).
Veisluborðið - sést m.a.s. í einn eða tvo Asahi Super Dry svo Pétur getur ekki kvartað.
Ekta kínversk gyoza, löguð af ekta Kínverjum (þó að ég hafi reyndar aðeins hjálpað til)
Mmmmmmmm, gott!
Ég fékk síðan að smakka á Maotai, kínverskur 52% sori sem ég veit ekki alveg hvort eigi að mæla með. Annars vegar alveg einstök upplifun, en hins vegar ekkert sérstaklega þægileg. Ég eftirlét því kennurunum og Kínverjunum að sötra það, og mér til mikillar furðu kláraðist það allt, þannig að það voru greinilega ekki allir sömu skoðunnar og ég.
Síðan vildi þannig til að einmitt sama kvöld þá var heljarinnar flugeldasýning hérna í Sendai í tilefni þess að Tanabata hátíðin átti að hefjast næsta dag. Þetta voru einhver 16 þúsund stykki af bombum og stóð sýningin yfir í um 90 mínútur og spillti ekki fyrir að útsýnið frá rannsóknarherberginu var alveg frábært.
Hér fyrir neðan eru tvö myndskeið sem ég tók af flugeldunum en það er kannski hægt að finna betri myndskeið á vefnum, t.d. hérna.
Frá fimmtudeginum og fram á laugardag stóð síðan yfir Tanabata hátíðin hér í Sendai, en það kemur fólk víðs vegar að til að upplifa hana, og á fimmtudaginn skruppum við nokkur saman niður í bæ til að kíkja á hana. Það sem er helst að sjá er Tanabata skrautið, heljarinnar borðar eða ég veit ekki hvað á að kalla það, sem er búið að hengja upp alls staðar meðfram yfirbyggðu verslunargötum borgarinnar.
Tanabata borðar
Meiri borðar
Gengið ásamt borðum í bakgrunni
Borðar með líkneski Date Masamune, stofnara Sendai, á.
Í nærmynd. Margir borðarnir voru bara plain pappír en sumir eins og þessi voru aðeins flóknari. Efniviðurinn í þennan var safnaður saman frá öllum landshornum og hengt upp til minningar um kjarnorkusprengjurnar sem voru sprengdar hér í Japan einmitt um þetta leyti, 6. og 9. ágúst ef ég man rétt, fyrir 64 árum síðan ef stærðfræðin bregst mér ekki.
Það er ekki japönsk hátið án þess að það séu endalausir básar seljandi ýmis konar mat og eftir að hafa virt skrautið nægilega mikið fyrir okkur þá hvíldum við lúin bein í almenningsgarði og gæddum okkur á góðgætinu.
Veisluborðið - sést m.a.s. í einn eða tvo Asahi Super Dry svo Pétur getur ekki kvartað.
Ekta kínversk gyoza, löguð af ekta Kínverjum (þó að ég hafi reyndar aðeins hjálpað til)
Mmmmmmmm, gott!
Ég fékk síðan að smakka á Maotai, kínverskur 52% sori sem ég veit ekki alveg hvort eigi að mæla með. Annars vegar alveg einstök upplifun, en hins vegar ekkert sérstaklega þægileg. Ég eftirlét því kennurunum og Kínverjunum að sötra það, og mér til mikillar furðu kláraðist það allt, þannig að það voru greinilega ekki allir sömu skoðunnar og ég.
Síðan vildi þannig til að einmitt sama kvöld þá var heljarinnar flugeldasýning hérna í Sendai í tilefni þess að Tanabata hátíðin átti að hefjast næsta dag. Þetta voru einhver 16 þúsund stykki af bombum og stóð sýningin yfir í um 90 mínútur og spillti ekki fyrir að útsýnið frá rannsóknarherberginu var alveg frábært.
Hér fyrir neðan eru tvö myndskeið sem ég tók af flugeldunum en það er kannski hægt að finna betri myndskeið á vefnum, t.d. hérna.
Frá fimmtudeginum og fram á laugardag stóð síðan yfir Tanabata hátíðin hér í Sendai, en það kemur fólk víðs vegar að til að upplifa hana, og á fimmtudaginn skruppum við nokkur saman niður í bæ til að kíkja á hana. Það sem er helst að sjá er Tanabata skrautið, heljarinnar borðar eða ég veit ekki hvað á að kalla það, sem er búið að hengja upp alls staðar meðfram yfirbyggðu verslunargötum borgarinnar.
Tanabata borðar
Meiri borðar
Gengið ásamt borðum í bakgrunni
Borðar með líkneski Date Masamune, stofnara Sendai, á.
Í nærmynd. Margir borðarnir voru bara plain pappír en sumir eins og þessi voru aðeins flóknari. Efniviðurinn í þennan var safnaður saman frá öllum landshornum og hengt upp til minningar um kjarnorkusprengjurnar sem voru sprengdar hér í Japan einmitt um þetta leyti, 6. og 9. ágúst ef ég man rétt, fyrir 64 árum síðan ef stærðfræðin bregst mér ekki.
Það er ekki japönsk hátið án þess að það séu endalausir básar seljandi ýmis konar mat og eftir að hafa virt skrautið nægilega mikið fyrir okkur þá hvíldum við lúin bein í almenningsgarði og gæddum okkur á góðgætinu.
3 Ummæli:
Gaman að sjá þessi myndskeið. Þetta toppar greinilega Menningarnóttina en varla gamlárskvöld. Ég get ekki betur séð en að kóreska vinkona þín sé barasta að borða ekta íslenska "vínarpylsu" eða allavega eitthvað sem líkist henni.
Jú það passar, hún er að borða "Frankfurter" sem er eitt af því sem er ávallt á boðstólnum á svona japönskun hátíðum.
Með henni fær maður reyndar bara tómat og sinnep svo það vantar ýmislegt uppá að "frankfurterinn" nái með tærnar það sem ein-með-öllu er með hælana.
Æðislegt að sjá myndir, þetta lítur ævintýralega út :) Saknisakn og knús úr fífurimanum
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim