laugardagur, september 05, 2009

September og síðermar

Jæja það er barasta kominn september og meira að segja farið að hausta hérna í Sendai. Núna í vikunni varð ég loksins að gefast upp á stuttermabolunum og skipta yfir í síðermar, enda farið að svala aðeins hérna, sérstaklega á kvöldin.
Ég get ekki varið því að rifja aðeins upp sama árstíma fyrir þremur árum þegar ég kom í fyrsta sinn hingað til Japan og hélt ég myndi ekki lifa hitann af. Bæði er svalara hérna í Sendai en þarna í Osaka þar sem ég var fyrir þreumur árum en síðan hefur sumarið hérna í Japan líka verið óvenjulega svalt. En ég kvarta ekki enda fíla mig vel í síðermunum.

Sumarið hérna hjá mér hefur líka verið svolítið óvenjulegt vegna þess hversu ólíkt Japanska skólaárið er m.v. hið íslenska. Að vera á fullu í skólanum í júní og júli þegar maður er vanur að vera í fríi/í sumarvinnu og síðan vera í sumarfríi í ágúst og út september þegar maður er vanur því að skólinn og allt það hefjist í lok ágúst/byrjun september.
Ég veit ekki hvort það sé rétt að kenna þessu um, en einhvernveginn hef ég ekki náð að njóta sumarsins sem skildi. Hef bara haldið niður í skóla flesta daga og verið þar að læra á eigin spýtur, en það er nánast alltaf eitthvað fólk þar svo maður er aldrei einmana þar.
Við skulum sjá til hvernig gengur þegar skólinn hefst aftur í byrjun október, en þá er svosem upplagt að fara að taka sig á ef maður á að eiga séns í inntökuprófið í framhaldsnám hérna sem verður í lok Janúar á næsta ári. Aldrei og snemmt að byrja að læra fyrir það. Málvísindalega séð er inntökuprófið svosem ekki flókið ef maður er með undirstöðuatriðin á hreinu, en það flækir málið þegar maður þarf að svara á japönsku...

En þangað til að því kemur, hver veit nema maður reyni að nýta allavega nokkra daga í september til einhvers sem maður er ekki vanur - þ.e.a.s. einhvers annars en lærdóms.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

gl brói!

07 september, 2009 07:12  
Blogger Mamma sagði...

Reyndu nú bara að njóta aðeins sumarleyfisins áður en ballið byrjar í október.
Mér heyrist að sumarið/haustið þarna í Japan minni mikið á verðrið í Svíþjóð. Þ.e. veður fer að kólna í september og þá sérstaklega á kvöldin.

07 september, 2009 18:59  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim