...(ennþá heitt)
Já það er ennþá heitt hérna, en það var það nú ekki í gærmorgun. Mér dauðbrá þegar ég fór útúr húsi um kl 10 í gærmorgun og það var bara frekar svalt í veðri, um 23-24° og hitinn fór hæst í 25° skv veðursíðunni en það rigndi að vísu seinnipartinn og þá mætti rakinn á svæðið. En allavega, svalt var það í nokkrar klukkustundir þó mig gruni nú að ykkur sem lesið þetta finnist það kjánalegt að kalla 23° svalt en svona er þetta bara.
En nóg um veðrið, núna ætla ég að fjalla aðeins um tvo hluti sem eru ólíkir með Íslandi og Japan:
#1: Hafnarbolti. Eða er það hafnabolti, það eru jú margar hafnir ekki satt. Ég læt ykkur Íslendingana um að leysa það mál en semsagt: hafnabolti er alveg brjálæðislega vinsæll hérna. Hversu vinsæll? Alveg ógissla. En á Íslandi fyrirfinnst hann varla. Og þegar ég hef sagt Japönum það þá trúa þeir mér varla, spyrja fyrst hvort ég sé að meina pro hafnabolta svo ég þarf að útskýra betur að hann er hvorki iðkaður né áhorfður að neinu marki.
#2: Lambakjöt. Lambakjöt er ekki étið hér í Japan. Nú hef ég rætt þetta mál við 3 eða 4 Japani og enginn þeirra hefur nokkru sinni á ævinni bragðað lambakjöt.
Nú virðast þessir hlutir við fyrstu sýn ekki vera svo stórvægilegir. Hver þjóð hefur sínar matarvenjur og sínar þjóðaríþróttir en ég finn óþefinn af einhverju stærra og meiru undir niðri. Það er eins og að einhver hafi tekið öll lambagenin (lambakjötátsgenin?) úr Japönum og plantað þeim í Íslendingum. Og sá hinn sami/þeir hinir sömu (eða kannski einhverjir aðrir? enn vex ráðgátan) tóku líka allt hafnaboltarykið og fluttu það til Japan. Því að hverjar eru líkurnar á því að þessir hlutir fyrirfinnist að engu leyti í þessum löndum? Ef við tökum hafnaboltann sem dæmi; núna öpum við eftir Kananum í einu og öllu. Ísland er 51. ríkið. En af hverju ekki hafnaboltinn líka? Hver var það sem sagði "nei takk" við honum. Fyrst datt mér í hug Dabbi kóngur en þetta nær lengra aftur en konungsríki hans svo við getum víst ekki kennt honum um þetta.
Nú er ég bara alveg strand lesendur góðir og verð að biðja ykkur um aðstoð, svo ef þið viljið tjá ykkur um þetta endilega skiljið eftir comment.
Í öðrum fréttum (eða kannski tengist þetta líka samsærinu?) þá voru Japanir að eignast karlkyns erfingja að krúnunni, eða veldissprotanum eða hvað það nú er sem keisarinn er með.
Lesið meira hér.
Í stuttu máli þýðir þetta að Japanir þurfa ekki að hafa áhyggja af því að kona erfi krúnuna, eða að þeir þurfi að fara að rýna í ættartölin og finna einhvern vel fjarskyldan, en karlkyns, erfingja svona eins og í myndinni þarna með John Goodman, King Ralph. Annars væri nú gaman að fá framhald: Tenno Ralph (tenno er japanska nafnið yfir keisarann). Best að byrja á handritinu, flytja til Hollywood og verða ríkur.
Þangað til: bless.
En nóg um veðrið, núna ætla ég að fjalla aðeins um tvo hluti sem eru ólíkir með Íslandi og Japan:
#1: Hafnarbolti. Eða er það hafnabolti, það eru jú margar hafnir ekki satt. Ég læt ykkur Íslendingana um að leysa það mál en semsagt: hafnabolti er alveg brjálæðislega vinsæll hérna. Hversu vinsæll? Alveg ógissla. En á Íslandi fyrirfinnst hann varla. Og þegar ég hef sagt Japönum það þá trúa þeir mér varla, spyrja fyrst hvort ég sé að meina pro hafnabolta svo ég þarf að útskýra betur að hann er hvorki iðkaður né áhorfður að neinu marki.
#2: Lambakjöt. Lambakjöt er ekki étið hér í Japan. Nú hef ég rætt þetta mál við 3 eða 4 Japani og enginn þeirra hefur nokkru sinni á ævinni bragðað lambakjöt.
Nú virðast þessir hlutir við fyrstu sýn ekki vera svo stórvægilegir. Hver þjóð hefur sínar matarvenjur og sínar þjóðaríþróttir en ég finn óþefinn af einhverju stærra og meiru undir niðri. Það er eins og að einhver hafi tekið öll lambagenin (lambakjötátsgenin?) úr Japönum og plantað þeim í Íslendingum. Og sá hinn sami/þeir hinir sömu (eða kannski einhverjir aðrir? enn vex ráðgátan) tóku líka allt hafnaboltarykið og fluttu það til Japan. Því að hverjar eru líkurnar á því að þessir hlutir fyrirfinnist að engu leyti í þessum löndum? Ef við tökum hafnaboltann sem dæmi; núna öpum við eftir Kananum í einu og öllu. Ísland er 51. ríkið. En af hverju ekki hafnaboltinn líka? Hver var það sem sagði "nei takk" við honum. Fyrst datt mér í hug Dabbi kóngur en þetta nær lengra aftur en konungsríki hans svo við getum víst ekki kennt honum um þetta.
Nú er ég bara alveg strand lesendur góðir og verð að biðja ykkur um aðstoð, svo ef þið viljið tjá ykkur um þetta endilega skiljið eftir comment.
Í öðrum fréttum (eða kannski tengist þetta líka samsærinu?) þá voru Japanir að eignast karlkyns erfingja að krúnunni, eða veldissprotanum eða hvað það nú er sem keisarinn er með.
Lesið meira hér.
Í stuttu máli þýðir þetta að Japanir þurfa ekki að hafa áhyggja af því að kona erfi krúnuna, eða að þeir þurfi að fara að rýna í ættartölin og finna einhvern vel fjarskyldan, en karlkyns, erfingja svona eins og í myndinni þarna með John Goodman, King Ralph. Annars væri nú gaman að fá framhald: Tenno Ralph (tenno er japanska nafnið yfir keisarann). Best að byrja á handritinu, flytja til Hollywood og verða ríkur.
Þangað til: bless.
2 Ummæli:
Stelur ekki Kimmi sjong öllum kindunum þeirra með þessum sjóránabátum sínum hvort sem er? Allar kindurnar þeirra löngu komnar til NK..
Tenno heika banzai
Einhver nippverskur snillingur talaði um að einn prinsana þarna ættu að taka sér hjákonur til að ala karkyns erfingja...
Þannig gerðu þeir þetta í gamladaga, enda er ekki nokkur leið að leggja það á tvær konur að eignast svona marga krakka...
Þú ætti endilega að segja þeim að við stundum skotfimi á grænlendingum og klippum net af sjóræningjum í staðinn fyrir hafnarbolta!!
Þá eða að eftir að Egill Skallagrímsson gerði tilraun til að fá fólk til að spila hafnarbolta hafi enginn þorað að spila hópíþróttir þar sem barefli koma svo mjög við sögu...
Sko
Mér sýnist þú bara vera með útskýringar á einu fyrirbæri í senn.
Ég er að leiða að skýringum á hinu stóra samsæri sem liggur á bak við þetta og útskýrir báða þessa hluti(kindurnar og hafnaboltann), og kannski líka hver skaut JFK í þokkabót.
Annars væri örugglega mjög skemmtlegt að útskýra það hver Egill Skallagrímsson er á japönsku, ég mæli með því að þú gerir það að umfjöllunarefni þínu í næstu ræðukeppni og stútir henni.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim