Lazing on a Monday afternoon
Já eins og er ég að taka því rólega á mánudagseftirmiðdegi, búinn í tímum í dag og er að herða mig upp í að hefjast handa við heimalærdóminn. En það hefur nú ekki verið mikið af rólegtheitum undanfarið, það er alveg óhætt held ég að segja að síðustu dagar hafi verið busy, og fylgir hér stutt lýsing á þeim.
Fimmtudagur. Skóli, eftir skóla heimalærdómur og svo hitti ég Keishi, strákinn í Home Visit fjölskyldunni minni, við spjölluðum saman um hitt og þetta (mest á japönsku, hann kann takmarkaða ensku) og fórum og fengum okkur gott að borða.
Föstudagur. Skóli. Eftir skóla var körfubolti með Keishi og vinum hans, Taka og Koda. Nú er að að stunda körfubolta úti í þessum hita kannski ekkert alltof skynsamlegt, en það var gaman og eftir að hafa verið að í um 3 klst (tókum nokkra leiki og spjölluðum mikið inn á milli) þá var ég orðinn alveg dauðþreyttur og hélt heim á leið, át kvöldmat og fór að sofa.
Laugardagur og sunnudagur. Þeir voru nokkuð líkir þessir dagar, í stuttu máli fólust þeir í því að vakna fyrir kl 9, taka strætó niðrá lestarstöð, og þaðan lest til Osaka. Svo var komið heim um 10-11 leytið og svo svefn til að hvílast fyrir næsta annaríka dag.
Á laugardaginn fór ég í heimsókn til Home Visit fjölskyldunnar, sem ég mun héðan í frá kalla Okamoto fjölskylduna því hún heitir jú það. Lagði af stað í strætó héðan frá heimavistinni um 9:30 og var kominn á leiðarenda 11:30. Ekkert sérlega skemmtilegt ferðalag, en ég þarf þó allavega ekki að ferðast þetta á hverjum degi eins og hann Keishi sem er einmitt nemandi við Kansai Gaidai. Svo fór dagurinn bara í það að spjalla við Keishi og Okamoto fjölskylduna, ég borðaði hádegismat og kvöldverð þar og hélt svo heim á leið.
Í gær, sunnudag, var svo komið að hinum svokallaða Osaka Otaku Tour, þar sem tveir japanskir leiðsögumenn(konur), Junko og Kara, leiðbeindu okkur 5 nemum úr KG (mér og 4 stúlkum, stuð stuð stuð). Í Osaka var ferðinni fyrst heitið í Doutonbori Gokuraku Shoutengai, eða Osaka Food Theme Park eins og það er kallað. Þar átum við hitt og þetta, meðal annars ikayaki sem er eins konar squid omeletta og var bara ágæt. Síðan var ferðinni heitið til Den Den Town þar sem var farið í hinar ýmsu verslanir og við komum einnig við í Maid Cafe sem var athyglisverð lífsreynsla. Eftir það fórum við á ljótan veitingastað það sem ég fékk vont að éta og svo var haldið heim á leið.
Núna er ég orðinn leiður á skrifum, en síðar kemur kannski meiri umfjöllum um Okamoto fjölskylduna og svo á ég líka eftir að fjalla lítillega um kúrsana sem ég er að taka. En það er semsagt síðar.
P.S. Heimasíðan Maid Cafesins sem ég fór á: Mel Cafe
Fimmtudagur. Skóli, eftir skóla heimalærdómur og svo hitti ég Keishi, strákinn í Home Visit fjölskyldunni minni, við spjölluðum saman um hitt og þetta (mest á japönsku, hann kann takmarkaða ensku) og fórum og fengum okkur gott að borða.
Föstudagur. Skóli. Eftir skóla var körfubolti með Keishi og vinum hans, Taka og Koda. Nú er að að stunda körfubolta úti í þessum hita kannski ekkert alltof skynsamlegt, en það var gaman og eftir að hafa verið að í um 3 klst (tókum nokkra leiki og spjölluðum mikið inn á milli) þá var ég orðinn alveg dauðþreyttur og hélt heim á leið, át kvöldmat og fór að sofa.
Laugardagur og sunnudagur. Þeir voru nokkuð líkir þessir dagar, í stuttu máli fólust þeir í því að vakna fyrir kl 9, taka strætó niðrá lestarstöð, og þaðan lest til Osaka. Svo var komið heim um 10-11 leytið og svo svefn til að hvílast fyrir næsta annaríka dag.
Á laugardaginn fór ég í heimsókn til Home Visit fjölskyldunnar, sem ég mun héðan í frá kalla Okamoto fjölskylduna því hún heitir jú það. Lagði af stað í strætó héðan frá heimavistinni um 9:30 og var kominn á leiðarenda 11:30. Ekkert sérlega skemmtilegt ferðalag, en ég þarf þó allavega ekki að ferðast þetta á hverjum degi eins og hann Keishi sem er einmitt nemandi við Kansai Gaidai. Svo fór dagurinn bara í það að spjalla við Keishi og Okamoto fjölskylduna, ég borðaði hádegismat og kvöldverð þar og hélt svo heim á leið.
Í gær, sunnudag, var svo komið að hinum svokallaða Osaka Otaku Tour, þar sem tveir japanskir leiðsögumenn(konur), Junko og Kara, leiðbeindu okkur 5 nemum úr KG (mér og 4 stúlkum, stuð stuð stuð). Í Osaka var ferðinni fyrst heitið í Doutonbori Gokuraku Shoutengai, eða Osaka Food Theme Park eins og það er kallað. Þar átum við hitt og þetta, meðal annars ikayaki sem er eins konar squid omeletta og var bara ágæt. Síðan var ferðinni heitið til Den Den Town þar sem var farið í hinar ýmsu verslanir og við komum einnig við í Maid Cafe sem var athyglisverð lífsreynsla. Eftir það fórum við á ljótan veitingastað það sem ég fékk vont að éta og svo var haldið heim á leið.
Núna er ég orðinn leiður á skrifum, en síðar kemur kannski meiri umfjöllum um Okamoto fjölskylduna og svo á ég líka eftir að fjalla lítillega um kúrsana sem ég er að taka. En það er semsagt síðar.
P.S. Heimasíðan Maid Cafesins sem ég fór á: Mel Cafe
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim