þriðjudagur, október 24, 2006

Próf og veikindi

Já það er liðið soldið síðan ég bloggaði hérna seinast, en það er út af því að það hefur verið lítið að gerast hérna, fyrir utan próf og veikindi. Í síðustu viku voru semsagt þrjú miðannarpróf, á miðvikudag, fimmtudag og föstudag og í þokkabót var ég veikur frá laugardagskvöldi og fram á föstudag. Þetta var nú sem betur fer engin alvarleg veiki, lá ekki rúmfastur eða neitt svoleiðis, en þetta var nóg til þess að draga allan mátt úr mér. Síðan eru í þessari viku tvö miðannarpróf í viðbót, heimtökupróf sem þarf að skila á fimmtudag og svo tímapróf á föstudag. Eftir það eru miðannarprófin sem betur fer búin, en þá er líka liðið nægilega langt á seinni part annarinnar svo að á þriðjudaginn eftir viku er próf úr næsta kafla í Reading&Writing kúrsinum. Yep yep yep, það er fun fun fun hérna. Þegar því lýkur þá róast aðeins um, helgin eftir það er þriggja daga og hver veit nema ég reyni ekki að gera eitthvað skemmtilegt þá.

Í öðrum fréttum er það helst að ég er á leið í heimsókn á Klakann yfir jóla og áramót. Já upphaflega planið var nú bara að chilla hérna úti, en jólafríið hérna er bara svo langt að ég nenni ekki að vera að þvælast um á hótelum allan þann tíma, og þar að auki er alveg heilmikið ódýrara að versla flugferðina hérna úti - já og svo langar mig auðvitað í matinn hennar mömmu :)
(eins og er þá er planið að lenda á Kebbló að kvöldi 18.des og brottför er svo eftir hádegi 5.jan)
Verst að núna þarf ég að fara að pæla í minjagripum og jólagjöfum fyrir liðið, ég hélt ég hefði þangað til í maí tli þess svo ég hef ekkert nennt að hugsa út í það. Jæja ég get nú alltaf bara keypt eitthvað fönkí japanskt sælgæti og hent því í fólkið, það fær bara að koma í ljós.

Jæja, ætli það sé ekki best að snúa sér aftur að lærdóminum, sjáumst síðar.

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Stórkostlegt að þú ert á leiðinni heim yfir jólin, það er gott að vita af þér þar.

24 október, 2006 19:55  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Góðar fréttir! Við erum öll farin að sakna þín svo mikið, það verður gott að fá þig heim þó það sé ekki nema í tvær vikur. Það er nú líka ekki hægt að missa af hangikjötstartalettunum!

Teddi sagði einmitt í þarsíðustu viku þegar við vorum að fara frá mömmu og pabba: og svo skulum við segja bless við Einsa frænda :) Einn sem er ekki búinn að gleyma stóra frænda sínum. Reyndar heita allir karlmenn aðrir en pabbi hans og afarnir "Einsi frændi" :D

25 október, 2006 06:30  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það verður gaman að fá þig heim og hver veit nema við náum einu stuttu lani eða svo.

26 október, 2006 10:04  
Blogger Pétur sagði...

Það verður spennandi að heyra hvernig nippverskan þín hefur batnað eftir dvölina þarna

27 október, 2006 08:18  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Blessaður Einar

Það hefur komið upp ákveðið vandamál varðandi gamla póstfangið þitt við HÍ, sem felst í því að þú ert að fá helling af pósti sem er ætlaður mér. Ef þú hefur ekki opnað pósthólfið þitt þá er það fullt af pósti sem mér bráðvantar. Gætir þú nokkuð sent mér línu um málið á einarhr@hi.is

með bestu kveðju

Einar

07 desember, 2006 23:50  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim