miðvikudagur, september 20, 2006

*spuleeuuuurgh*

Já *spuleeuuuurgh* er einmitt hljóðið sem heilinn minn er að gefa frá sér núna. Ástæðan fyrir því er sú að ég er búinn að vera að læra alltof mikið, á morgun er nefninlega "skyndipróf" eins og það er kallað en ég veit ekki alveg hvað er skyndilegt við það. Kannski er það hversu skyndilega einkunnin mín fellur í því.

Það hefur nú ekki gerst mikið hérna síðustu daga og því hef ég ekki verið að skrifa neitt hérna, en núna er kannski tækifæri til þess að fjalla aðeins um kúrsinn sem ég er að fara í próf í á morgun.

Kúrsinn heitir því einfalda nafni Reading & Writing og gengur í mjög stuttu máli út á það að læra að lesa og skrifa kanji. Fyrir prófið á morgun þarf að læra 40 slík kvikindi, en til samanburðar má get að í japönskunni í HÍ þá lærir maður um 100 kanji allt fyrsta árið.
Svo þegar prófið á morgun er búið get ég strax farið að hlakka til næsta svona prófs því þau eru 5 slík í heildina yfir önnina og að auki eru svo auðvitað líka miðannarpróf og lokapróf.
Ef ég kemst í gegnum öll þessi ósköp þá get ég hlakkað til þess að framhaldið á þessum kúrs er ennþá skemmtilegra, eða svo skilst mér allavega á honum Kris. Annars gæti ég kannski sleppt þeim kúrs og tekið bara einhvern viðskiptakúrs í staðinn, yay \o/

En í bili verð ég bara að hugga mig við það að þetta er alveg langerfiðasti kúrsinn sem ég er í. Hinir eru meira bara cruise control, allavega hingað til, en meira um þá síðar þegar ég hef tíma.
Verð víst að reyna að troða meira inn í kollinn á mér...

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

gamangaman! mikið er ég glöð að finna þig hér í bloggheimum (einhvern veginn fór fram hjá mér að þú værir farinn til japans...) og fá fréttir og frásagnir :D
hey já og iss þú rúllar þessu prófi upp, þaréghandvissum

21 september, 2006 08:25  
Blogger Kristófer sagði...

iss maður, þetta er ekkert. Ég þarf að púlla ríflega 100 kanji og 300 vocabulary uppúr rassinum á mér fyrir þriðjudaginn í næstu viku.
Það sem mér finnst erfiðast er að koma þessum nýja orðaforða sem ég hef lært í skyndiminnið í hausnum. Ég er enn að reyna að búa til ofur einfaldar setningar í staðin fyrir að nota eitthvað af þessum flókna og fancy orðaforða sem maður er búinn að læra.

21 september, 2006 18:38  
Blogger Einar sagði...

hey gaur þetta er bloggið mitt, og ég get editað comments svo haltu þig á mottunni!
annars gekk prófið bara nokkuð vel, klikkaði bara á einu kanji (af 40 eða 50 sem spurt var um), notaði helminginn af próftímanum í að stara á það og kollurinn minn var bara tómur, tómari, tómastur.

21 september, 2006 20:27  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Úú 40 kandzíar... það hlýtur að vera gaman.

eða kannski bara ii desune

22 september, 2006 01:55  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég verð reyndar að bæta einu við


oishiiyoseigamiemasu!

22 september, 2006 09:10  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim