þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Tónleikar...og kannski fleira ef ég nenni

Já ég ákvað að skella mér á tónleika á sunnudaginn, nei það var ekki Iron Maiden þó að þeir séu víst á leiðinni hingað núna um þetta leyti. Nýja platan þeirra höfðar bara ekkert sérstaklega til mín og síðan er ég ekki enn búinn að jafna mig eftir floppið þeirra á Klakanum.
Nei ég fór á tónleika með Morning Musume, en í verulega stuttu og einfölduðu máli eru þær japanska útgáfan af Spice Girls.
Nú tónleikarnir sjálfir voru ekkert sérlega skemmtilegir, en þetta var engu að síður athyglisverð lífsreynsla og sérlega áhugavert var að sjá og fylgjast með öðrum áhorfendum. Fyrir tónleikana hefði ég líklega sagst vera fan, en eftir að hafa kynnst raunverulegum fans þá finnst mér ég ekki vera verðugur þess að kalla mig það. Sem dæmi má nefna granna minn sem dansaði og djöflaðist allan tímann, sveiflandi glowsticks og var ekki langt frá því að impale-a mig oftar en einu sinni og oftar en tvisvar með þeim. Síðan ekki langt frá var svo hópur af gaurum sem voru greinilega hardcore fans og voru búnir að choreographa nokkur dance moves sem þeir voru að hamast á heilu tvo tímana sem tónleikarnir voru í gangi. Ég treysti mér ekki til þess að lýsa þessum dansi í orðum, og ef ég reyndi að sýna ykkur það þá er ég hræddur um að ég myndi enda örkumla, en segja má að dansinn hafi einna helst líkst break-dansi.
Þetta gerðist semsagt allt nálægt mér í áhorfendaskaranum, á aftasta bekk, og af því sem ég sá þá var ekki minni ærslagangur nær sviðinu. Sem betur fer var enginn mosh-pittur, það voru númeruð sæti fyrir alla, en ef svo hefði ekki verið efast ég ekki um að einhverjir hefðu troðist undir.
Eins og venja er á tónleikum þá var hægt að versla ýmsan varning þarna tengdan grúppunni, annað hvort official varning inni í tónleikahöllinni eða aðeins minna official (jafnvel bara núll official) varning af gaurum sem voru búnir að setja upp booths fyrir utan pleisið. Nú í stuttu máli sagt þá er ég feginn því að ég komst ekki í hraðbanka fyrir tónleikana því það hefði allt týnst þarna, en í lokin var ég farinn að telja krónurnar eða jenin öllu heldur því ég vildi nú ekki verða strandaglópur í miðborg Osaka með ekki eyri á mér - en maður hefði nú haldið að það væri hægt að notast við VISA í hraðbanka í 3ðju stærstu borg Japan.
Sem betur fer hafði mér talist rétt til og hafði efni á að koma mér heim, en það fyrsta sem ég gerði eftir heimkomu var að skella Rammstein á fóninn og hækka verulega í græjunum - eftir svona hrikalega poppaða tónleika þá þurfti þykka rokkblóðið í mér á mótefni að halda.

Jæja ég nenni ekki að skrifa meira í bili svo þið verðið bara að bíða þolinmóð eftir fréttum af næsta ævintýri héðan.

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Vona að þú hafir fundið karlmanninn í þér aftur eftir þessa p... popp tónleika.

16 nóvember, 2006 01:53  
Blogger Einar sagði...

jújú eins og ég sagði þá lagaðist allt með smá Rammstein

16 nóvember, 2006 20:45  
Blogger Pétur sagði...

Glæsilegt hjá þér...

Ég er samt ekki hissa á því á nokkurn hátt að þú hafir hitt þarna öfgaaðdáendur sem maður bliknar í samanburði við.......

Ein athyglisverð þróun á sér nú stað hér á landi. Þ.e. við erum að fá peninga til að vera með básinn á ニホンマツリイイイイイイイイイイイ。。。。

reyndar ekki mikill peningur..

en athyglisverð þróun hmm...




Er hættulegt að verða peningalaus þarna? Getur maður ekki bara farið í næsta löggubox og sagt að maður hafi verið rændur?

Það er kannski vesen.......

17 nóvember, 2006 05:05  
Blogger Einar sagði...

til hamingju með peningagjöfina

annars hættulegt og ekki hættulegt, það er allavega ekki skemmtilegt að ætla að labba hingað til Hirakata frá miðbæ Osaka, en ég verð nú að viðurkenna að ég veit ekki hvernig gaurarnir í lögguboxinu myndu bregðast við betlara...þú verður bara að láta reyna á það þegar þú kemur hingað

17 nóvember, 2006 15:31  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim