Happy merry Christmas
Já Japanir eru mikið fyrir öfgar, og gott dæmi um það er einmitt "Happy merry Christmas" en það er eitthvað samansull af Merry Christmas og Happy Holidays geri ég ráð fyrir.
Það líður vart á löngu fyrr en þeir ganga alla leið og segja Happy merry Christmassy Holidays eða eitthvað þvíumlíkt. Og toppa það svo með Happy merry happy Christmassy New Year Holiday eða einhverju álíka.
Annars þá er þessi mynd af litlum pappírspoka sem ég fékk gefins ásamt innihaldi hans, litlu dagatali og póstkorti með mynd af einhverju temple (alveg stolið úr mér hvar það er á íslensku...), sem verðlaun fyrir það að ég mætti í alla tímana í Reading & Writing kúrsnum núna í haust og kom aldrei of seint í þokkabót, en við vorum 7 minnir mig af um 15 eða svo sem uppfylltum þau skilyrði. Það virðist líka hafa komið sér vel að hafa mætt vel í tímana því lokaprófið gekk bara alveg skrambi vel þó ég segi sjálfur frá. Nú er bara að bíða og sjá hver einkunnin verður.
Sú bið verður að vísu ansi löng, skólinn sendir víst ekki út einkunnirnar fyrr en um miðjan janúar og þar sem ég verð á einhverju flakki þá þá kemst ég líklega ekki yfir þær fyrr en ég sný aftur í skólann 22. janúar. Annars er alveg óskiljanlegt af hverju þessi bið er svona löng, allavega skildist mér á einum amerískum prófessor hér að kennararnir hérna þyrfu að vera búnir að skila inn einkunnum mánudaginn 18. des, það er til þess að skólinn hafi þær við höndina þegar það er ákveðið hvort fólk fær að koma aftur á næsta misseri - já það þarf að viðhalda einhverri ákveðinni meðaleinkunn og má ekki falla í neinu fagi - og niðurstöðurnar úr því eiga að vera til 20. des. Síðan fara skrifstofublækurnar hérna bara í jólafrí eða eitthvað og eru ekkert að hafa fyrir því að senda manni einkunnirnar fyrr en 15. jan. eins og áður sagði.
Já þetta toppar jafnvel HÍ í vitleysu.
Annars er það að frétta héðan að það eru tvö próf eftir, á morgun og hinn, en ég er núna í smá pásu frá lærdóminum, meðal annars til þess að skrifa þessa færslu en auk þess er ég að hlusta á fyrstu jólalögin mín í ár á netinu. Einhvernveginn er ég samt engan veginn að komast í jólafílinginn, kannski er það útaf því að lagavalið er ekkert sérlega skemmtilegt, en einnig þá líður mér bara engan veginn eins og það sé kominn miður desember - haustið er búið að þjóta hjá á ofsahraða og veðrið hérna segir mér að enn eigi að vera langt í jólin.
Jæja nóg af blaðri í bili, best að reyna að nýta tímann í eitthvað vitsamlegt.
Happy merry Christmas!
Það líður vart á löngu fyrr en þeir ganga alla leið og segja Happy merry Christmassy Holidays eða eitthvað þvíumlíkt. Og toppa það svo með Happy merry happy Christmassy New Year Holiday eða einhverju álíka.
Annars þá er þessi mynd af litlum pappírspoka sem ég fékk gefins ásamt innihaldi hans, litlu dagatali og póstkorti með mynd af einhverju temple (alveg stolið úr mér hvar það er á íslensku...), sem verðlaun fyrir það að ég mætti í alla tímana í Reading & Writing kúrsnum núna í haust og kom aldrei of seint í þokkabót, en við vorum 7 minnir mig af um 15 eða svo sem uppfylltum þau skilyrði. Það virðist líka hafa komið sér vel að hafa mætt vel í tímana því lokaprófið gekk bara alveg skrambi vel þó ég segi sjálfur frá. Nú er bara að bíða og sjá hver einkunnin verður.
Sú bið verður að vísu ansi löng, skólinn sendir víst ekki út einkunnirnar fyrr en um miðjan janúar og þar sem ég verð á einhverju flakki þá þá kemst ég líklega ekki yfir þær fyrr en ég sný aftur í skólann 22. janúar. Annars er alveg óskiljanlegt af hverju þessi bið er svona löng, allavega skildist mér á einum amerískum prófessor hér að kennararnir hérna þyrfu að vera búnir að skila inn einkunnum mánudaginn 18. des, það er til þess að skólinn hafi þær við höndina þegar það er ákveðið hvort fólk fær að koma aftur á næsta misseri - já það þarf að viðhalda einhverri ákveðinni meðaleinkunn og má ekki falla í neinu fagi - og niðurstöðurnar úr því eiga að vera til 20. des. Síðan fara skrifstofublækurnar hérna bara í jólafrí eða eitthvað og eru ekkert að hafa fyrir því að senda manni einkunnirnar fyrr en 15. jan. eins og áður sagði.
Já þetta toppar jafnvel HÍ í vitleysu.
Annars er það að frétta héðan að það eru tvö próf eftir, á morgun og hinn, en ég er núna í smá pásu frá lærdóminum, meðal annars til þess að skrifa þessa færslu en auk þess er ég að hlusta á fyrstu jólalögin mín í ár á netinu. Einhvernveginn er ég samt engan veginn að komast í jólafílinginn, kannski er það útaf því að lagavalið er ekkert sérlega skemmtilegt, en einnig þá líður mér bara engan veginn eins og það sé kominn miður desember - haustið er búið að þjóta hjá á ofsahraða og veðrið hérna segir mér að enn eigi að vera langt í jólin.
Jæja nóg af blaðri í bili, best að reyna að nýta tímann í eitthvað vitsamlegt.
3 Ummæli:
Þú verður fljótur að komast í jólaskap þegar þú kemur heim í jólastressið, brúnu lagkökuna og rúsínutoppana :) Hlakka til að sjá þig litli bró!
Ég var líka að taka nippverskupróf eftir margra ára hlé. 2,5 einingar 4 skráðir í það...
Tonn af amerískumbókmenntabullum í kennslustofunni mikil vígaferli því nauðsynleg til að hreinsa til.
óendanleg snilld sinnum milljón.
gaman að heyra það, vona að það hafi gengið vel
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim