miðvikudagur, desember 06, 2006

Merkisfólk frá Kansai Gaidai

Já það hefur margur merkilegur maðurinn gengið í Kansai Gaidai (skólinn minn hérna úti ef þið hafið gleymt því), og jafnvel útskrifast héðan, en það er alls ekki sjálfgefið samanber Halldór Laxness og MR.
Eitt gott dæmi um þetta er enginn annar en Nobuaki Kakuda, en ég komst að því fyrir tilviljun að hann er útskrifaður nemi héðan. Já það leynist ýmiss fróðleiksmolinn í sjónvarpsþættinum Hello! Morning, ég fann hvorki tangur né tetur um þetta á Google, hvort sem leitað var á ensku eða japönsku svo hver veit, kannski er þessi staðreynd að birtast í fyrsta sinn á netinu hérna á blogginu hjá mér, en ótrúlegari hlutir hafa varla gerst og ég get ekki neitað því að ég fyllist hálfgert af stolti út af því.

Töffarinn sjálfur (gaurinn til vinstri, ekki pappagaurinn)

Annars er það að frétta héðan að það er mikið af prófum í gangi, og hef ég það sem afsökun fyrir því að hafa ekki uppfært hérna í svolítinn tíma. Síðasta vika var stútfull af prófum - síðasta prófahrina fyrir lokaprófin, en þau hefjast svo núna á föstudaginn og lýkur á fimmtudaginn í næstu viku.
Þannig að þið skulið ekki búast við fregnum af neinum ævintýrum héðan í bili, en hver veit, kannski ég skjóta inn fleiri fróðleiksmolum álíka þessum hér að ofan ef ég þarf hvíld frá próflestrinum.

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk brói minn, K1 er framtíðin :)

07 desember, 2006 20:39  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvað kemur til að pétur hefur ekki commentað?

Einar þú segir okkur bara sögur af þér þegar þú kemur heim um jólin, þú kemur heim um jólin er það ekki?

10 desember, 2006 04:51  
Blogger Einar sagði...

jú mikið rétt ég legg af stað heim á leið eftir viku
en hvað ertu að spyrja mig hvað kemur til með pétur? ég er hinum megin á hnettinu, þú hlýtur nú að vera í aðeins meiri samskiptum við hann en ég

10 desember, 2006 12:01  
Blogger Pétur sagði...

Úú þessi gaur er massaður

Næstum því jafnflottur og ég...

11 desember, 2006 05:22  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim