sunnudagur, janúar 07, 2007

Á ferð og flugi...mest á flugi

Jæja þá er maður loksins kominn til Japan, en það var ekki auðvelt það get ég sagt ykkur.
Ferðalagið hófst á föstudagseftirmiðdag með flugi til London, en það var bara létt upphitun fyrir það sem fylgdi. Þar gisti ég eina nótt og á laugardagsmorgun þá lagði ég af stað til Japan, með stoppi í Doha.
Eða það hélt ég.
En viti menn, þegar ég kem á Gatwick flugvöll þá er mér tilkynnt að vélinni þaðan til Doha seinki um 4klst. Sem þýddi það að ég missti af fluginu frá Doha til Japan. Qatar Airlines staffið í London hófst þá handa við að bjarga þessu einhvern veginn, og lausnin var að frá Doha færi ég til Hong Kong og þaðan til Kansai flugvallar í Japan.
Vandræðin voru samt sem ekki búin, því að þetta þýddi að ég kæmi til Japan um 4klst síðar en upphaflega planið gerði ráð fyrir - sem þýddi að ég missti af fluginu mínu frá Kansai til Tokyo. Nú ég nýtti tímann sem ég þurfti að bíða í London í að panta nýtt flug frá Kansai til Tokyo, sem betur fer voru alveg heil tvö sæti laus á næsta flugi á eftir fluginu sem ég missti af laus og skellti ég mér á það fyrir lítil 22 þúsund jen, reiðubúinn að senda Qatar Airlines reikninginn...
Nú síðan var haldið af stað, fyrst til Doha, en sú vél flaug eitthvað hægt og því var enn meiri seinkun á komunni til Doha, sem þýddi að það var aðeins um klukkustund í að flugið áleiðis til Hong Kong færi. Ég hafði ekki miklar áhyggjur af sjálfum mér, Doha flugvöllur er lítill og ég þegar með boarding pass svo ég fór bara beint uppí vélina en ég hafði miklar áhyggjur af farangrinum, átti ekki von á því að gimpin þarna í Doha kæmu töskunni minni í rétta vél í tæka tíð...
Nú vélin til Hong Kong var líka eitthvað gömul eða eitthvað og flaug hægt svo að í staðinn fyrir 2klst stopp í HK þá var það komið niður í annað 1klst stopp...og enn meiri áhyggjur af farangrinum.
En já, núna eftir ég veit ekki hversu margra tíma flug þá er ég loksins kominn til Japan, og mér til mikillar undrunar og gleði þá var taskan mín mætt líka.
Hérna á Kansai flugvelli ræddi ég svo við eina sæta stúlku hjá ANA (flugfélagið sem ég flýg til Tokyo með) og hún endurgreiddi mér miðann bara á staðnum - þjónusta í lagi! og ég slepp við að þurfa að díla við vanvitana hjá Qatar Airways.
Nú eftir 20min eða svo leggur vélin af stað til Tokyo, það tekur rúma klukkustund og við komuna í Tokyo tekur við önnur eins lestarferð.
En allt í allt þá er ég bara um 2klst á eftir upphaflegri áætlun, en í sárabætur fékk ég að kíkja örstutt til Hong Kong og auk þess 8 sterlingspunda máltið á Gatwick sem Qatar Airways bauð uppá meðan fólk var að bíða (bagetturnar hjá Upper Crust rokka feitt).
Núna þarf ég hins vegar að fara að koma mér - ég kem með lokin á ferðasögunni svona þegar ég kemst næst á netið...og einnig nýarárskveðjur og eitthvað sem ég man ekki hvað er.

3 Ummæli:

Blogger Pétur sagði...

Vá, þetta er með algerum ólíkindum.


Reyndar sprengdum við Villi, Stebbi litli og Doddi slatta af rakettum í gær.

Kannski hefur ein þeirra hæft flugvél og valdið töfunum.

Ef svo, afsakið hlé.

08 janúar, 2007 06:19  
Blogger Pétur sagði...

Allavega sprengdi einhver rafmagnið af götunni minni á meðan.

08 janúar, 2007 06:20  
Blogger Ásdís sagði...

Ja ferdahrakningar eru alltaf skemmtilegar sogur eftri a en ekki alveg jafn skemmtilegar a medan theim stendur. Gott thu komst samt nanast klakklaust ut ur thessu!

12 janúar, 2007 03:53  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim