föstudagur, janúar 26, 2007

Sapporo

Já í síðustu viku þá var ég í Sapporo, og var það alveg fínasta dvöl. Fékk líka smá vetur á meðan ég var þar, eftir að ég var svikinn um vetur þegar ég kom heim um jólin, og ekki er þetta mikill vetur hérna í Kansai Gaidai þar sem hitinn er um 10° og glampandi sólskin..
Í Sapporo var semsagt kuldi og snjór, og þar tók ég því bara rólega eftir allt stressið í Tokyo, rölti um svæðið og borðaði góðan mat. Lambakjötið þar (mest ef ekki allt flutt inn frá Ástralíu) og varla borðað öðruvísi en sem Genghis Khan:
In Hokkaido, barbecuing mutton is known as "Genghis Khan."
Genghis Khan (1162?-1227), was a Mongolian conqueror who united the regional tribes and who was named so in 1206, meaning supreme conqueror. The origin of this name's association with grilling mutton is said to come from the fact that the shape of the grilling plate used for barbecue resemble the dome-like helmets of those worn by Genghis Khan and his men. It is quite possible that there are many other interpretations for the origin of this cuisine's name as Genghis Khan. This may merely be just one of them.

jafnast engan veginn á við íslenska lambið, en heit skál af ramen í kuldanum þarna er hvergi betra.
Nú þar sem ég var á Hokkaido þá varð ég að baða mig í hver, en það gerði ég í dagsferð til Jouzankei, en það er pinkulítil hola sem var troðið í fjallshlíðar í dal á milli tveggja fjalla og er algjör bananabær - ef það væru ekki hverir þar þá væri enginn þar.
Síðan var komið að brottför, en ég stansaði alveg heillengi í minjagripabúð að velta því fyrir mér hvort ég ætti að eyða 1000 yenum í niðursoðið bjarnarkjöt, bara svona til að stæla Azumanga Daioh, en ákvað að lokum að sleppa því - peningunum betur varið í annað.
Á mánudaginn sneri ég semsagt aftur hingað til Kansai Gaidai, en meira um það síðar þar sem þessi færsla ber nú titilinn Sapporo...

1 Ummæli:

Blogger Pétur sagði...

Nammi namm...

30 janúar, 2007 02:07  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim