mánudagur, janúar 15, 2007

Tokyo

Jæja, við skulum bara halda áfram þaðan sem síðast var horfið.
Sunnudagur og mánudagur, 7. og 8.jan: Nú síðasta flugið mitt gekk vel og ég var kominn á hótelið um miðnætti...en ég gat engan veginn sofnað þó að ég hafi verið á fótum í rúmar 30 klst. Ég hneig loksins útaf örmagna um kl 10 á mánudagsmorguninn og vaknaði síðan kl 11 um kvöldið - vel farið með fyrsta daginn í Tokyo ha.
Þriðjudagur: Fyrsti dagurinn minn í Tokyo sem eitthvað varð úr og nýtti ég hann til að kíkja til Akihabara, mekka nördanna. Ég er nú svo nískur að það fór svo að ég verzlaði ekkert þar, en það var alveg magnað að kíkja þangað og sjá allt draslið sem var selt þar, helmingurinn af því hafði ég ekki einu sinni hugmynd um að væri til.
Miðvikudagur: Vaknaði með ekkert ákveðið plan í gangi, og fór svo að ég ákvað að skella mér á sumo mót, en eitt af stórmótum ársins en einmitt í gangi þessa dagana. Ég hef svosem ekki mikið um það að segja annað en að sumo rokkar, alveg mangað að sjá þetta í eigin persónu, stemmingin fín og svo var meira að segja boðið uppá chanko í hádegismat.
Fimmtudagur: Þá skrapp ég til Yokohama (ef Tokyo væri Reykjavík þá væri Yokohama Hafnarfjörður), heldur ómerkilegur bær og Kínahverfið þeirra, sem á víst að heita frægt, en handónýtt m.v. Kínahverfið í Kobe.
Föstudagur: Hoppaði yfir til Odaiba, kíkti þar á sjóminjasafn, fjöldin allur af flottum módelum af skipum frá hinum ýmsu tímum var hápunktur þess, m.a. 5 metra langt módel af Yamato no less, og þó var það í skalanum 1/50. Leit líka við í Framtíðarsafninu (eða The National Museum of Emerging Science and Innovation), alveg endalausan fróðleik þar að finna og hafði ég gaman af, þó að ég hefði nú skemmt mér betur held ég ef ég hefði verið svona 10 árum yngri.
Laugardagur: Byrjaði daginn í Shibuya, leiðinapleis, ekkert nema verzlanir og engin þeirra sem jafnast á við verslanirnar í Akihabara...nema kannski ein: Hello! Project Official Shop (and petit museum), þar sem ég eyddi alveg bara alltof mörgum yenum. Frá Shibuya fór ég til Harajuku, annað leiðindapleis (að vísu Hello! Project verslun þar líka, en alveg sama vöruúrval þar og í Shibuya, og ekkert petit museum svo ég eyddi ekki tímanum í það). Þar elti ég mannflauminn að Meiji jingu, þar sem fólkið var að fara í nýársheimsókn eins og títt er í Japan - betra seint en aldrei. Síðan var bara allt í einu mætti heil brúðarfylgd inn í mitt skrínið, en ég vil ekki einu sinni hugsa til þess hvað svoleiðis kostar.
Ennþá laugardagur, kvöld: fór til Shinjuku, og leit þar við í Kabukicho, rauða hverfinu þeirra, en það var ekkert sérlega rautt, mest frekar köflótt einhvernveginn, og þó að ég hafi nú hlakka til þess að koma þangað, eftir að hafa séð það svo margoft í myndum Takashi Miike, þá verð ég nú bara að segja að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum.
Sunnudagur: Kíkti aftur til Shinjuku, í þetta sinn á flóamarkað í Hanazono jinja. Mestallur varningurinn þar var drasl, minnti helst á bílskúrssölu, en þó tókst mér að finna stafla af gömlum japönskum kvikmyndaplakötum (frá um 6. og 7. áratugnum) og skemmti ég mér við að róta í gegnum þau þó ég hafi nú ekki keypt neitt, verðið var fullhátt, sérstaklega m.v. að ég geri aldrei neitt með plaköt, Diablo 2 plakatið sem ég keypti fyrir ég veit ekki hvað mörgum árum liggur ennþá uppí hillu í upphaflega plastinu að safna ryki...
Frá Shinjuku rölti ég til Yasukuni jinja, sem var svosem ekki mikið meira en hvert annað skrín fyrir mér, nema hvað að þar er líka stríðsminjasafn sem er alveg helvíti töff, m.a. er þar að sjá tvær flugvélar, skriðdreka, og eins manns sjálfsmorðskafbát, allt úr síðari heimsstyrjöldinni og allt meira eða minna original.
Ég þurfti svo að drífa mig heim á hótel því að Hello! Morning var að fara að byrja, en ég vildi ekki missa af eina tækifærinu sem ég hafði til að sjá hann "live". Þátturinn sjálfur var samansafn af best-of brotum úr þáttum frá 2006, og ekkert sérlega góðum best-of brotum heldur, svo hann olli svolitlum vonbrigðum.
Að lokum leit ég aftur til Akihabara, en það er aðeins öðruvísi þar um helgar, búið að breyta 6 akreina götunni í göngugöntu og alveg stappað af fólki, og mátti þar meðal annars sjá gaur í Razor Ramon HG búningi, og líka einhverjar Morning Musume-audition rejects vera að reyna að gera career úr því að syngja þarna á miðri götunni - og sjá þær taka sprettinn þegar að löggan nálgaðist.
Mánudagur (í dag, afskaplega líður tíminn hratt): Gerði svosem ekki mikið annað en að fljúga til Hokkaido. Hitti reyndar skemmtilegan kall á flugvellinum í Tokyo sem ég spjallaði við alveg heillengi. Hann var líka á leiðinni til Hokkaido, og lofaði hann mér því að bjóða mér upp á ramen og bjór ef ég myndi leita hann uppi í Chitose (ef Sapporo(aðalborgin hér í Hokkaido þar sem ég er einmitt núna) er Reykjavík þá er Chitose Keflavík - flugvallarbærinn), ásamt því sem hann virtist alveg handviss um að ég myndi finna mér kærustu hérna á Hokkaido...

Úff jæja þá er ferðasagan hingað til orðin klár, allavega svona í stórum dráttum. Ég bæti síðan við því sem gerist hérna í Hokkaido síðar en ég efast um að það verði mikið, Sapporo er mun rólegri borg en Tokyo og tempóið ekki jafn hátt sem er bara mjög fínt, skrapp í kvöldverðargöngu núna áðan og líst bara mjög vel á pleisið og ætla ég bara að taka því rólega og borða góðan mat, en Hokkaido er einmitt frægt fyrir góðan mat.

Að lokum vil ég benda á það fyrir fólk sem hefur áhyggjur af einhverjum jarðskjálftum og einhverjum flóðbylgjum sem þeir kunna að valda að Sapporo er ágætlega inni í landi, svo það þarf ekki að hafa áhyggjur af mér að því leytinu til...

6 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Skemmtileg ferðasaga Einar, ég vona bara að þú hafir tekið góðar myndir líka til að sýna okkur hér heima.

Eitt sem ég var að velta fyrir mér þegar ég las ferðasöguna þína. Hversu öruggt er Japan þá meina ég er nokkuð verið að ræna þig? Vasaþjófar eða þannig og já þessi gaur í vélinni hljómar dálítið ,,leitaðu mig uppi og tralalala" En kannski er hann fín gaur hver veit.

Góða skemmtun og findu þér nú huggulega stúlku þarna.

19 janúar, 2007 12:40  
Blogger Einar sagði...

Japan er nú bara alveg ansvilli safe pleis. Auðvitað geturðu fundið vandræði ef þú leitar þau uppi, en annars er þetta bara alveg stresslaust.

20 janúar, 2007 15:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jæja það er gott mál, hlakka til að lesa meira um ferðalög þín en þangað til næst....

22 janúar, 2007 13:35  
Blogger Stebbi sagði...

Þú ert frábær penni, nasi. Alltaf gaman að lesa postin þín (þótt ég hafi vanalega ekki hugmynd um hvað þú ert að tala :P )

24 janúar, 2007 00:33  
Blogger Pétur sagði...

Já þetta er geðveikt skemmtilegt

25 janúar, 2007 22:55  
Blogger Pétur sagði...

Svo eru komnar geðveikar bloggsíður hjá mér og villa:

http://fiskurfiskur.blog.is/

http://vak.blog.is/blog/vak/

gegt kúl eins og menn segja

25 janúar, 2007 22:56  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim