sunnudagur, febrúar 18, 2007

25

Já maður er barasta orðinn 25 ára gamall - áhersla á gamall. Allavega líður mér eins og ég sé alveg hundgamall eftir að hafa kíkt til Osaka og rölt aðeins um þar. Ég rölti ekki aðeins um heldur verslaði ég svolítið þar. Til dæmis Lonely Planet Seoul bókina. Af hverju ætli ég hafi verið að kaupa bók um Seoul? Nú af því að ég er á leiðinni þangað í næsta mánuði en þá er einmitt viku spring break í skólanum og ég ætla semsagt að nota tækifærið og skjótast yfir sundið og heilsa upp á nágrannanna.
Þetta var ekki það eina sem ég keypti, því ég fjárfesti líka í einu splunkunýjum SanDisk Sansa e280 mp3 spilara enda kominn tími á að ég uppfærði gamla góða mp3 spilarann minn, sem hefur reyndar staðið sig með prýði núna í um fimmfaldan iPod líftíma og á örugglega eftir annað eins en hann á skilið að fara snemma á eftirlaun. Af hverju keypti ég mér einmitt þessa týpu spyrja kannski sumir. Jú, af því að Goto Maki auglýsir hann. Ef til er betri ástæða fyrir kaupum þá er mér ekki kunnugt um hana.

7 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið elsku bróðir!

19 febrúar, 2007 00:52  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið litli bróðir :*

19 febrúar, 2007 03:06  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Einaru! Not sure whats up, but I cannot send you any e-mails, so I am posting here on your blog. I am missing you greatly my friend, and I really hope we can keep in touch. If you want to that is, I have a feeling I may be blocked from your e-mail and such, cest la vie. Hope Japan is going well for you. And thank you again for helping me get to my plane. *huggles* Jessica

19 febrúar, 2007 16:00  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Vá Einar er 25!!!!!!!!!!!!!!!!!

til hamingju.

22 febrúar, 2007 01:46  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið gamli kall
en þessi Goto Maki auglýsing mynnir töluvert á eitthvað lélegt evrósvisjónlag:(

23 febrúar, 2007 00:15  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið elsku Einsi minn. Móðursystir þín er orðin svo gömul að hún gleymdi þessum degi. Sorry. Var bara svo upptekin við fjölskyldu-bollu-kaffiboðið sem ég hélt þennan dag. Vantaði bara þig þarna.

Kær kveðja frá Sólrúnu

23 febrúar, 2007 04:43  
Blogger Einar sagði...

Takk öllsömul, gaman að heyra í ykkur.

23 febrúar, 2007 19:23  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim