R 873 RIP
Já mér bárust sorgarfregnir um helgina þess efnis að það væri loks kominn tími á Mözduna okkar gömlu, eða Drossíuna eins og hún var kölluð á sínum tíma.
Þó að það sé vissulega fólk sem er fegið að hún sé farin þá verður hennar sárt saknað af einhverjum allavega. Nú hafa þeir sem lesa þetta blogg líklega flestir einhvern tíman setið í henni, og nokkrir keyrt hana, og á ég ýmsar góðar minningar af henni. Til dæmis þegar ég var að læra að keyra og pabbi fór með mig í skeifuna við aðalbyggingu HÍ til að æfa mig í að taka af stað upp í móti. Líka þegar að Gunna systir þurfti að skríða inn í gegnum skottið því að lásarnir á dyrunum voru alveg helfreðnir, og svo þegar að hann Stefán Þorvarðar hoppaði beint út í stóran poll bara svo hann næði shotgun (fyndið að sjá minnst á Ísland í þessari grein), svo nokkurn dæmi séu tekin.
En það þýðir svosem lítið að vera að grufla of mikið yfir þessu, svo skilst mér líka að mín muni bíða enn meiri Drossía þegar ég kem heim í sumar, svo ég hef eitthvað að hlakka til fyrir utan góðan matinn hennar mömmu.
Þó að það sé vissulega fólk sem er fegið að hún sé farin þá verður hennar sárt saknað af einhverjum allavega. Nú hafa þeir sem lesa þetta blogg líklega flestir einhvern tíman setið í henni, og nokkrir keyrt hana, og á ég ýmsar góðar minningar af henni. Til dæmis þegar ég var að læra að keyra og pabbi fór með mig í skeifuna við aðalbyggingu HÍ til að æfa mig í að taka af stað upp í móti. Líka þegar að Gunna systir þurfti að skríða inn í gegnum skottið því að lásarnir á dyrunum voru alveg helfreðnir, og svo þegar að hann Stefán Þorvarðar hoppaði beint út í stóran poll bara svo hann næði shotgun (fyndið að sjá minnst á Ísland í þessari grein), svo nokkurn dæmi séu tekin.
En það þýðir svosem lítið að vera að grufla of mikið yfir þessu, svo skilst mér líka að mín muni bíða enn meiri Drossía þegar ég kem heim í sumar, svo ég hef eitthvað að hlakka til fyrir utan góðan matinn hennar mömmu.
4 Ummæli:
Nooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo.
Hvað á ég þá að keyra?
Eins og ég minntist á þá er von á nýrri Drossíu fljótlega. Bara spurning hvort að pabbi leyfi þér að keyra hana :)
Hehehe,
en hvar á pabbi að finna sæmilegan beinskiptan bíl án powerstýringu og fancy "bling-bling"?
Hann fær nýja bílinn í næstu viku, sá er flottasti af öllu flottu - nýr Land Cruiser. Hann virðist ætla að sætta sig við að stíga inn í nútímann með vökvastýri og öllum nútímaþægindum :)
Ég spái því að það fái enginn að keyra hann enda ætlar hann að láta nýju drossíuna endast jafn lengi og þá gömlu :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim