Rúllustigageðklofi
Rúllustigar. Hér í Japan er mikið af þeim, enda eru þeir skilvirk leið til þess að koma allri þessari mannmergð upp og niður hæðir á lestarstöðvum, í verslunum og meira að segja í skólum.
Rúllustigunum fylgja síðan óskrifaðar hegðunarreglur hér í Japan, ólíkt Íslandi þar sem fólk hrúgast bara í rúllustigan eins og sauðfé í rétt og ríkir sama ómenning þar og annars staðar í íslensku þjóðfélagi. Yfirleitt eru rúllustigar tvíbreiðir, þ.e.a.s. að tveir fullvaxta einstaklingar komast fyrir hlið við hlið í þeim. Því tíðkast það hér í Japan að öðru megin stendur fólk sem vill bara taka því rólega og láta rúllustigann sjá um vinnuna fyrir sig og því er hin hliðin auð fyrir fólk sem er að flýta sér og getur því gengið upp/niður rúllustigan til að flýta för sinni.
En það er ekki alveg augljóst mál hvoru megin hraðleinin er. Sem dæmi má nefna að í Osaka þar sem ég bjó fyrir þremur árum þá er það akkúrat öfugt við það sem gildir í höfuðborginni Tokyo (ég verð reyndar að viðurkenna að ég man ekki nákvæmlega hvort var hvort, en s.s. ef hraðleinin er vinstra megin í Osaka þá er hún hægra megin í Tokyo eða vice versa - þið sem þekkið til getið kannski frætt okkur um það).
********
UPPFÆRLSA: Samkvæmt þessari síðu þá er kjurrleinin hægra megin í Osaka en vinstra megin í Tokyo.
********
Nú hvaða reglur gilda þá hér í Sendai mætti spyrja. Héðan er mun styttra til Tokyo en Osaka og þar sem Tokyo er nú einu sinni höfuðborgin mætti kannski halda að Tokyo-hefðin gilti. En svo er ekki. En samt er ekki hægt að segja að Osaka-hefðin gildi heldur hérna. Nei, það er breytilegt í hvert sinn og ræðst það á eftirfarandi hátt. Ef það er kyrrstandandi fólk í rúllustiganum þegar komið er honum þá er kjurrleinin þeim megin sem það fólk stendur. Ef það er ekki kyrrstandandi fólk í rúllustiganum þá fer það eftir hentisemi þess sem kemur fyrst(ur) að hvoru megin hann/hún kýs að standa.
Síðan má kannski spyrja sig hvort hér ríki 'best of both worlds' eða hvort að þetta sé óhugnanlega farið að líkjast ómenningunni heima á klakanum.
En nóg um rúllustiga í bili. Héðan er ekki mikið að frétta; ennþá tiltöluleg rólegtheit í sumarfríi sem stendur þó til bóta þegar skólinn byrjar aftur í næstu viku. Það hefur svosem eitt og annað gerst hér, t.d var jazz-hátið hér í Sendai um þarsíðustu helgi þar sem hundruð hljómsveita spiluðu á götum út, Oktoberfest er líka í gangi um þetta leyti og ýmislegt annað. Ég er aðallega að bíða eftir myndum úr gíslingu áður en það tekur því að blogga eitthvað um það.
Sjálfur er ég óttalega latur við að taka myndir og finnst fínt að láta öðru fólki það eftir, en einhvern veginn gengur oft treglega að pína myndirnar úr því. Verst er að ég held ég hafi skilið þumalskrúfurnar eftir heima...
Rúllustigunum fylgja síðan óskrifaðar hegðunarreglur hér í Japan, ólíkt Íslandi þar sem fólk hrúgast bara í rúllustigan eins og sauðfé í rétt og ríkir sama ómenning þar og annars staðar í íslensku þjóðfélagi. Yfirleitt eru rúllustigar tvíbreiðir, þ.e.a.s. að tveir fullvaxta einstaklingar komast fyrir hlið við hlið í þeim. Því tíðkast það hér í Japan að öðru megin stendur fólk sem vill bara taka því rólega og láta rúllustigann sjá um vinnuna fyrir sig og því er hin hliðin auð fyrir fólk sem er að flýta sér og getur því gengið upp/niður rúllustigan til að flýta för sinni.
En það er ekki alveg augljóst mál hvoru megin hraðleinin er. Sem dæmi má nefna að í Osaka þar sem ég bjó fyrir þremur árum þá er það akkúrat öfugt við það sem gildir í höfuðborginni Tokyo (ég verð reyndar að viðurkenna að ég man ekki nákvæmlega hvort var hvort, en s.s. ef hraðleinin er vinstra megin í Osaka þá er hún hægra megin í Tokyo eða vice versa - þið sem þekkið til getið kannski frætt okkur um það).
********
UPPFÆRLSA: Samkvæmt þessari síðu þá er kjurrleinin hægra megin í Osaka en vinstra megin í Tokyo.
********
Nú hvaða reglur gilda þá hér í Sendai mætti spyrja. Héðan er mun styttra til Tokyo en Osaka og þar sem Tokyo er nú einu sinni höfuðborgin mætti kannski halda að Tokyo-hefðin gilti. En svo er ekki. En samt er ekki hægt að segja að Osaka-hefðin gildi heldur hérna. Nei, það er breytilegt í hvert sinn og ræðst það á eftirfarandi hátt. Ef það er kyrrstandandi fólk í rúllustiganum þegar komið er honum þá er kjurrleinin þeim megin sem það fólk stendur. Ef það er ekki kyrrstandandi fólk í rúllustiganum þá fer það eftir hentisemi þess sem kemur fyrst(ur) að hvoru megin hann/hún kýs að standa.
Síðan má kannski spyrja sig hvort hér ríki 'best of both worlds' eða hvort að þetta sé óhugnanlega farið að líkjast ómenningunni heima á klakanum.
En nóg um rúllustiga í bili. Héðan er ekki mikið að frétta; ennþá tiltöluleg rólegtheit í sumarfríi sem stendur þó til bóta þegar skólinn byrjar aftur í næstu viku. Það hefur svosem eitt og annað gerst hér, t.d var jazz-hátið hér í Sendai um þarsíðustu helgi þar sem hundruð hljómsveita spiluðu á götum út, Oktoberfest er líka í gangi um þetta leyti og ýmislegt annað. Ég er aðallega að bíða eftir myndum úr gíslingu áður en það tekur því að blogga eitthvað um það.
Sjálfur er ég óttalega latur við að taka myndir og finnst fínt að láta öðru fólki það eftir, en einhvern veginn gengur oft treglega að pína myndirnar úr því. Verst er að ég held ég hafi skilið þumalskrúfurnar eftir heima...
1 Ummæli:
Já þetta með umferðarreglur í rúllustigum. Ég hefði nú haldið að sama reglan gilti þar og í bílaumferð, þ.e. vinstri reglan þar sem vinstri umferð er í Japan. Alls staðar þar sem ég hef verið í Evrópu og Ameríku þá gildir hægri reglan í rúllustigum. Þeir sem standa kyrrir eru hægra megin en þeir sem eru á ferð taka fram úr vinstra megin.
En þeir eru greinilega ekki sammála um umferðarreglurnar í rúllustigum í Japan. Eru þeir kannski að undirbúa það að taka upp hægri umferð?
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim