Haustlitir
Úsýnið af svölunum mínum
Í nærmynd
Já haustið er komið hérna í Sendai og mörg tré farin að fella lauf á meðan önnur tré taka eitt eldrautt milliskref sbr. að ofan.
Ég hef víst ekki verið neitt sérlega duglegur við að blogga undanfarið, og ég ætla ekki eini sinni að reyna að koma með einhverjar afsakanir fyrir það.
Það hefur ekki gerst mikið markvert undanfarið. Ég hef farið í skólann á morgnanna (já ok, suma daga kannski um eða uppúr hádegi), varið deginum þar, og síðan hef ég haldið heim á kvöldin. Svona hefur þetta verið flesta dagana undanfarnar vikur.
Um næstu helgi verður farið í rannsóknarferð. Málvísindagengið safnast saman (einhver 15 stykki + 4 kennarar) og haldið verður norður á bóginn til Akita og dvalið á hefbundnu japönsku gistiheimili með heitum lindum og alles. Það verður síðan farið að sjá eitthvað athyglisvert þar á svæðinu á daginn og síðan á kvöldin verður borðað og drukkið, þó að þeir sem eru að fara að útskrifast þurfi reyndar að flytja stutta fyrirlestra. Aumingja greyin.
Ég veit nú ekki af hverju ég er að fara svona djúpt út í þetta núna, miklu skynsamlegra að fjalla bara betur um hvernig þetta var þegar komið er heim aftur, við sjáum til hvernig það fer.
Í öðrum fréttum er það helst að ég mun kíkja heim um jólin. Lendi að kvöldi 20. des og hverf aftur á braut að morgni 6. jan þannig að ég geri ráð fyrir að mér gefist færi á að heilsa upp á flest ykkar sem lesið þetta blogg.
En þangað til...eða kannski uppfæri ég bloggið einu sinni eða tvisvar áður en að því kemur.
5 Ummæli:
Alltaf gaman að fylgjast með þér. Frábært að þú kemst heim um jólin og áramótin.
Þokkalegt flug samt fyrir stoppið!! ;)
Loksins komu nýjar fréttir á bloggið þitt. Gaman að sjá haustlitina í Japan þó þeir líkist nú reyndar íslensku haustlitunum. Hér eru nánast öll lauf fallin af trjánum.
Góða ferð og góða skemmtun í vísindaferðinni um helgina.
Æðislegt að fá smá fréttir og mynd af útsýninu af svölunum, gaman að sjá hvernig heimurinn þinn lítur út þarna hinum megin á hnettinum.
Við erum farin að telja niður dagana og hlökkum til að sjá þig enda búin að sakna þín ferlega.
Gott að vita af þér heima um jólin.
Jeij, þá höldum við X-arakvöld! Og förum í heimsókn til Jensa með sængurgjöf... lítið barn væntanlegt á Þorláksmessu þar á bæ :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim