laugardagur, nóvember 07, 2009

Rannsóknarferð - laugardagskvöld

Jæja þá er komið að laugardagskvöldinu.

Eftir fjallgöngu var brunað í loftköstum til gistiheimilisins til þess að missa ekki af



sólsetrinu, sem ku vera mikilfenglegt þarna á þessum slóðum - dæmi nú hver fyrir sig.



Við komumst sem betur fer heil á höldu þangað í tæka tíð, en það mátti ekki miklu muna. Alveg ótrúlega hratt sem að sjórinn át sólina og hefðum við ekki mátt vera 2 mínútum síðar á ferðinni eða við hefðum misst af öllu.



Hverfandi...



Og horfin!



Eftir þetta ævintýri var haldið heim og fólkið dýfði sér í heitu lindina þar og tók meira að segja smá borðtennis fyrir kvöldmatinn...



...sem var alveg jafn mikill veislukostur og fyrri daginn.



Eftir kvöldmat fluttu fjórða-árs nemar fyrirlestra þar sem þeir voru að kynna útskriftarritgerðirnar sínar (já grunnnámið í Japan er 4 ár). Síðar um kvöldið var síðan drukkið og spjallað svipað og kvöldið áður, en fólk var reyndar margt þreytt frá því þá svo það gekk ekki alveg jafn mikið á á laugardagskvöldinu. Á myndinni má sjá fjórða-árs nemana sem allir eru mjög glaðir yfir því að þeir séu búnir með fyrirlestrana.



Sumir tóku sig síðan til og stukku út um glugga og ofan á þak og voru að gera eitthvað...já ég veit ekki alveg hvað.

Loks var gott að fara að sofa eftir langan dag. Zzzzzzz!

3 Ummæli:

Blogger beamia sagði...

Vaaaá! Þetta hefur verið algjört ævintýri :) Takk fyrir ferðasöguna!

08 nóvember, 2009 08:31  
Blogger Mamma sagði...

Flottar myndir af sólsetrinu. Þetta er svona álíka og sólsetrið á Seltjarnarnesinu.

Það hefur aldeilis verið dekrað við ykkur varðandi matinn í ferðalaginu nema það sé alltaf svona kræsingar á boðstólum hjá ykkur í Japan.

10 nóvember, 2009 20:03  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Nande ya nen, bróðir minn

28 nóvember, 2009 01:00  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim