mánudagur, nóvember 02, 2009

Rannsóknarferð - laugardagur

Jæja ætli það sé ekki kominn tími á annan hluta af frásögninni af rannsóknarferðinni.

Á laugardeginum var vaknað allt of snemma - miðað við hvað maður vakti lengi á föstudagskvöldinu alla vega - og síðan skipti fólk sér niður á bílana eftir því hvað það langaði til að gera.



Sumir fóru að veiða



Aðrir óku um svæðið og kíktu á það markverðasta sem var að sjá í nágrenninu



Einhverjir fóru á sædýrasafn



Og sumir sáu styttur af álfafólkinu á svæðinu, Namahage



Meiri Namahage - og kannski eitthvað mannafólk inn á milli, ég veit ekki hvort þið sjáið muninn



Enn aðrir virtu fyrir sér GODZILLA ROCK!



En sjálfur fór ég í fjallgöngu. Já, ólíkt grábrúnu litlausu fjöllunum heima á Íslandi þá eru fjöllin í Japan þakin trjám. Og einmitt á þessum árstíma eru trén í fallegum skrúða



Útsýnið



Sérðu ekki hvítan blett í hnakka mínum, Garún, Garún



Keppurnar á toppnum! 1086 metrar hvorki meira né minna (reyndar var það aðeins meira, 1086,2 metrar eða eitthvað álíka, en það vantar kommutöluna inn á myndina svo ég er ekki alveg viss). Nafn fjallsins er líka skrifað þarna á: Futatsumori eða Fjall hinna tveggju skóga. Veit reyndar ekki hvaðan það kemur en fjallið sjálft liggur og landamærum Akita og Aomori sýsla og gengum við m.a. yfir landamærin á leið okkar upp fjallið. Nafnið gæti því verið tilvísun í það. Eða ekki.



Leið stundum eins og ég væri mættur í kvikmynd um Víetnamstríðið



Og á öðrum tímum leið mér eins og ég væri mættur í Hringadróttinssögu



Á niðurleið. Eða kannski uppleið, þetta var hálfgerð rússíbanaferð upp og niður



Hópmynd á toppnum - já það var alveg merkilega mikið af öðru fólki á ferð þarna og einn góðviljaður tók þessa mynd af okkur. 1086(,2)m hljómar kannski sem ágætur slatti, en í rauninni keyrðum við langleiðina upp fjallið. Gangan sjálf tók ekki nema um klukkustund í hvora átt, en það var líka bara ósköp mátulegt fyrir svona skemmtilabb.

Jæja ætla að gera hlé núna. Búinn að troða alveg nægilega miklu í eina færslu, svo fregnir af laugardagskvöldinu fá að koma síðar.

3 Ummæli:

Anonymous Gunna sagði...

En hvað það er fallegt þarna, æðislegt að sjá myndir :)
Eftir að hafa skoðað þessar myndir og myndirnar úr síðustu færslu þá googlaði ég peace merkið og komst að því að þetta virðist vera heilmikil hefð í japan þegar smellt er af mynd, gaman að því :D

03 nóvember, 2009 08:14  
Blogger Mamma sagði...

Það er svo gaman að sjá þessar myndir frá þér, miklu auðveldara fyrir vikið að sjá þig fyrir sér í Japan þegar maður hefur séð umhverfið sem þú ert í. Frábært að sjá þig í fjallgöngunni (keyrslunni) og sjá fjöllin svona skógi vaxin.

03 nóvember, 2009 21:12  
Anonymous razai cover single bed sagði...

Á laugardeginum var vaknað allt of snemma - miðað við hvað maður vakti lengi á föstudagskvöldinu alla vega - og síðan skipti fólk sér niður á bílana eftir því hvað það langaði til að gera.
black salwar kameez for ladies ,
black suit design salwar kameez ladies ,

28 desember, 2021 16:21  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim