miðvikudagur, febrúar 10, 2010

Fleiri myndir

Jæja eftir viðburðaríkan dag þar sem ég fór og keypti loks gluggatjöld og leslampa, og fékk ísskápinn sem ég pantaði fyrir helgi loksins afhentan þá ákvað ég bara að láta reyna á það og tel ég mig nú fluttan í nýju íbúðina. Það vantar nú ennþá alveg heilmikið, en nú hef ég allavega það minnsta sem þarf til að þrauka í nokkrar vikur þangað til allt er komið í stand.
Hér að neðan fylgja síðan nokkrar myndir af ástandinu.




Skóhillan (sem fylgdi með íbúðinni. Ósköp á ég mikið af skóm.



Ísskápurinn mættur á sinn stað. Ekkert sérlega stór en hann mun samt duga vel. Nóg pláss í frystinum og svona. (Já og brauðristin er með cameo þarna)



Tannburstinn (og fleira) komið á sinn stað.



Leslampinn.



Gluggatjöldin í öllu sínu veldi (ásamt fartölvunni minni og tímabundnu "borði" fyrir hana).



Og þarna mun ég sofa í fyrsta sinn í nótt.

Nóg í bili, farinn að slæpast meira.

2 Ummæli:

Blogger Mamma sagði...

Frábært, til hamingju með nýja heimilið. Ég vona að þú hafir sofið vel fyrstu nóttina.
En þetta með fjölda skópara, ég er nú ekki viss um að allir væru sammála, allaveg ekki konur.

11 febrúar, 2010 18:00  
Anonymous razai cover online sagði...

Ísskápurinn mættur á sinn stað. Ekkert sérlega stór en hann mun samt duga vel. Nóg pláss í frystinum og svona. (Já og brauðristin er með cameo þarna)
web development services in canada ,
web developer vancouver ,

28 desember, 2021 16:25  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim