föstudagur, febrúar 05, 2010

Myndir af nýja pleisinu

Eins og ég var búinn að lofa þá koma hér myndina af nýju íbúðinni. Þær voru teknar á mánudaginn þegar ég var tiltölulega nýbúinn að fá lykillinn afhenta svo eins og þið sjáið þá er hún að mestu leyti auð. Síðan þá hefur ekki mikið breyst en ég er búinn að kaupa dýnu til að sofa á og síðan er ég búinn að panta ísskáp sem kemur vonandi í næstu viku og þá get ég byrjað að búa þarna.



Eldhúsið. Ekki mikill glamúr þar, en dugir svosem ágætlega fyrir einstæðan nema.



Baðherbergið. Það er lítið og þröngt en það er þó baðkar þar. Og viti menn, baðmottan komin á sinn stað!



Eins og sést inn í herbergið frá útidyrunum.



Séð frá glugganum (sjá myndina á undan) og að útidyrahurðinni.



Skáparnir. Eins og sést þá er enginn skortur á skápaplássi þarna. Núna þar maður bara að byrja að sanka að sér drasli til að fleygja þangað inn.



Séð út um gluggann. Eins og sést þá er útsýnið ekkert spes. Maður verður bara að stara eitthvert annað.

Þetta var allt í bili, en ég fleygi kannski í ykkur fleiri myndum þegar ég búinn að koma mér aðeins betur fyrir og kannski líka mynd af húsinu sjálfu.

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Lítur nú bara út fyrir að vera afskaplega notalegt. simmi

08 febrúar, 2010 03:50  
Blogger Mamma sagði...

Þetta virðist vera lítið og sætt - alveg mátulegt fyrir einn eins og þú segir. Fín gólfefni og sést ekki glitta í loftkælingu þarna hjá skápunum?
Það verður gaman að sjá þetta aftur þegar þú er kominn með þitt dót þarna inn.

08 febrúar, 2010 18:59  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með íbuðina brói!

08 febrúar, 2010 21:05  
Blogger Einar sagði...

Takk takk.
Og jú sem betur fer er loftkæling þarna :)

08 febrúar, 2010 22:30  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim