mánudagur, febrúar 22, 2010

Íbúð hæf mönnum (og konum)

Sæl öllsömul og takk fyrir afmæliskveðjurnar.

Síðan ég bloggaði hérna síðast þá hefur ýmislegt borið á daginn sem mig hefur langað til að blogga um. Hins vegar var það þannig að síðan ég flutti inn í nýju íbúðina fyrir næstum 2 vikum síðan - og alveg þangað til í dag - þá hef ég verið skrifborðs- og stólslaus af völdum tímabundins peningaskorts. Ég hef því lifað lífinu - eða þess tíma lífsins sem ég hef varið hérna heima - á dýnunni minnu. Á henni hef ég sofið, borðað, lesið og hangið í tölvunni. En ég hékk nú reyndar ósköp lítið í tölvunni því mér finnst svo óþægilegt að sitja við hana á gólfinu og hef því einfaldlega ekki endst í það að skrifa eitthvað hérna.

En allavega, í dag fékk ég loksins borð og stól í póstsendingu og eftir u.þ.b. 2klst við að setja dótið saman (ætli stór hluti tímans hafi ekki farið í að opna kassa og grafa upp úr þeim) þá sit ég núja við þetta fína skrifborð í þessum þægilega stól, eins og meðfylgjandi myndir sýna.


Skrifborð


Stóll


Saman

Í gær fékk ég líka annað sem kemur sér vel að hafa:



Já þessa fínu þvottavél

Og ekki bara það heldur fékk ég um daginn 3 rafmagnstæki saman á góðu verði:

Örbylgjuofn, rafmagnsketil og grjónapott (sem er ekki á myndinni, á eftir að finna pláss fyrir hann)

Og þá komum við loks að titli færslunnar, en ég tel þetta núna loksins vera íbúð hæf mönnum (og konum)!

3 Ummæli:

Blogger beamia sagði...

glæsilegt! til lukku með þetta allt saman :)

23 febrúar, 2010 08:30  
Blogger Mamma sagði...

Til hamingju með að íbúðin sé nú orðin hæf mönnum og konum. Mér líst vel á þessi innkaup þín. Þetta er greinilega allt saman vel útspekúlerað hjá þér.

23 febrúar, 2010 18:50  
Anonymous Nafnlaus sagði...

konum? nugdge, nudge - wink, wink

25 febrúar, 2010 22:10  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim