Spending Spreeeeeee
Já í fyrradag skrapp ég til Osaka og kom þar við í lítilli verslun sem heitir Yodobashi Camera. Ég segi lítilli en hún er það nú reyndar ekki, þetta er alveg þokkalega huuuuuuuge verslun, og þar fæst allt á milli himiins og jarðar - svo framarlega sem það er raftæki eða tengt þeim.
Meðal þess sem ég keypti var rafræn orðabók, heyrnartól og myndavél. Já, ég er loksins kominn með myndavél svo núna get ég farið að smella af á fullu, eða þegar ég nenni allavega.
Meira var það ekki í bili, nema að í gær át ég eitthvað hrikalega gott sem ég man ekki hvað heitir - meira um það síðar.
Meðal þess sem ég keypti var rafræn orðabók, heyrnartól og myndavél. Já, ég er loksins kominn með myndavél svo núna get ég farið að smella af á fullu, eða þegar ég nenni allavega.
Meira var það ekki í bili, nema að í gær át ég eitthvað hrikalega gott sem ég man ekki hvað heitir - meira um það síðar.
2 Ummæli:
glæsilegt! Hvernig var verðlagið á þessu annars?
verðlagið á þessu var nú barasta mjög gott, enda ekki við öðru að búast af svona risastórri verslun sem að milljónir manns eiga leið framhjá á hverjum degi, t.d. m.v. amazon þá var myndavélin ódýrari en orðabókin dýrari svo að í heildina kom þetta mjög svipað út.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim