laugardagur, október 14, 2006

Bíóferð

Já í dag ákvað ég að kíkja í bíó enda kominn tími til, hafði ekki séð kvikmynd síðan ég kom til Japan.
Basically þá var þetta svona: Ég fékk frímiða á eina mynd og þar sem ég þurfti hvort eð er að fara til Osaka(arrrgh af hverju langar mig til þess að fallbeygja Osaka???) að sjá hana þá ákvað ég að nota tækifærið að kíkja ekki á eina heldur tvær myndir til viðbótar.
Hér fylgir smá umfjöllun um myndirnar:
  1. The Laws of Eternity. Anime (japönsk teiknimynd) sem ég fékk frímiða á í gegnum skólann gegn því að fylla út svona spurningagaur(questionaire) um myndina. En já, þessi mynd er algjör steypa og sýra og ég veit ekki hvað. Hún er um einhvern gaur sem sér Edison (já Thomas Alva) á einhverju sýrutrippi (gaurinn, ekki Edison) eða kannski var það vitrun eða hvað það kallast. Allavega þá segir Edison honum að smíða svokallaðan "Spirit Phone" til að hafa samband við framliðna og Edison á að hafa átt hugmynd að á sínum tíma. Jújú viti menn, gaurinn smíðar þennan síma og fer ásamt þremur vinum sínum í ferðalag í gegnum himnaríki og helvíti og allt þar á milli. Ég verð að viðurkenna að ég skildi ekki mikið meira í myndinni, kannski ekki undarlegt segið þið fyrst þetta var japönsk mynd en það var nú reyndar þannig að þetta var sérstök sýning með enskum texta. Og mér sýndist nú enski textinn vera að mestu leyti vel gerður svo ég kenni honum ekki um, ég held bara að sagan hafi verið algjör þvæla. Til gamans koma hér tvær spurningar af spurningablaðinu sem ég svaraði um myndina: "Do you believe that there is another world after life?" (einn svarmöguleikinn er "I have come to belive it after the movie"(já einhver hefur greinilega mikið álit á þessari mynd)) og "Did the movie give you a clue to be happy?" (Yes/No). Þannig að spurningablaðið var í raun skemmtilegra en myndin sjálf, nema kannski það að Guð er indjáni og heitir "God Eagle".
  2. Otoshimono (eða Óskilamunur á íslenska vísu). Japönsk hryllingsmynd sem ég ákvað að kíkja á því það voru tveir tímar í að næsta sýning á mynd nr 3 hæfist, svo hvað er betra en að kíkja á aðra mynd í millitíðinni? Myndin sjálf var nú svona í meðallagi fyrir japanskar hryllingsmyndir (sem þýðir að hún var margfalt betri en draslið sem Stebbi Þór horfir á, ég vil ekki einu sinni vita hvað hann glápti á í gær í tilefni Föstudagsins þrettánda), en ég bjóst svosem ekki við miklu; Erika Sawajiri(stúlkan uppi vinstra megin á myndinni) var sæt eins og alltaf enda var hún stór ástæða fyrir því að ég horfði á myndina.
  3. Sukeban Deka: Codename Asamiya Saki (þetta er bein þýðing af japanska titlinum, opinbera enska nafn myndarinnar er Yo-yo Girl Cop). Þetta er mynd sem ég hef hlakkað til að sjá núna í nokkurn tíma, bara ekki haft tækifæri eða gefið mér tíma til þess fyrr en núna, keypti reyndar "official photobook" myndarinnar fyrir mánuði eða svo til þess að létta biðina. Enski titill myndarinnar, eins asnalegur og hann er, er mjög lýsandi yfir myndina. Í henni er semsagt lögreglukona að berjast við illmenni með jójóum. Þetta er samt ekki nærri því eins asnalegt og það hljómar (eins og má sjá t.d. hér) og myndin var barasta bráðskemmtileg.
Svo má til gamans geta að ég skildi mun meira í myndum 2 og 3 heldur en 1, þrátt fyrir að 2 og 3 voru ekki með enskum texta. Auðvitað var það nú þannig að það var ekki beint flókið plot í þeim, hryllingsmynd og actionmynd, en það sýnir bara betur hvað mynd 1 var mikil þvæla.

Eftir þetta mikla verk, þrjár myndir á 7 tímum, þá kom ég við á færibanda-sushi-veitingastað (vona að allir viti hvað það er, fyrst þar sem þaðð er nú eitt af fáu úr japanskri menningu sem hefur náð til klakans) og verð ég nú bara að segja að ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum. Að vísu var enginn af réttunum 9 sem ég fékk mér (lax, rækjur, smokkfiskur, túnfiskur ,áll, krabbasalat, túnfiskssalat og eitthvað fleira) vondur, fyrir utan kannski smokkfiskinn sem var með svo miklu wasabi á að ég táraðist við að borða það, en ekkert af því var sérlega gott. Ekkert sem fékk mig til þess að verða að smakka það fljótlega aftur, best fannst mér túnfiskssalatið og krabbasalatið(sem var það eina sem ég fékk mér annan skammt af) en maður fær nú svipað túnfiskssalat útí búð heima.

Eftir að ég var búinn að bragða nóg af sushi þá skrapp ég í Yodobashi Camera (stóra raftækjaverslunin þar sem ég keypti m.a. myndavélina mína sem ég minntist á hér fyrir nokkru). Þar var ég svona hálfgert að svipast um eftir utanáliggjandi hörðum diski. Af hverju? Jú, ég komst að því núna í vikunni að ég get ekki brennt DVD diska á fartölvunni minni. Hún er með DVD skrifara en harði diskurinn í tölvunni er bara of hægur þannig að það misheppnast alltaf að brenna disk. Ég þurfi þá semsagt eitthvað annað til þess að gera öryggisafrit og hvað það nú er sem öll þessi gígabæti fara í og þarna í Yodobashi Camera kom ég auga á þetta, og það var ást við fyrstu sýn. Þetta er semsagt utanáliggjandi harður diskur, en í staðinn fyrir að vera í einhverju ljótu straumlínulaga gráu/svörtu/hvítu hylki þá er þetta eins og legokubbur í laginu og er minns rauður á lit =) Síðan er hægt að kaupa fleiri svona gaura og fara að kubba með þeim.
HVERSU SVALT ER ÞAÐ?!!??!
Alveg bara þónokkuð svalt sko.

Jæja best að fara að sofa eða læra fyrir miðannarprófin sem eru í næstu viku eða eitthvað.

P.S. Myndirnar úr Sake verksmiðjutúrnum koma vonandi einhverntímann á næstunni, næst þegar að mér leiðist og þarf break frá lærdómnum kannski.

P.P.S. Áhugasamir geta farið hingað og sótt Sukeban Deka myndina (með enskun texta, hún var komin á netið og búið að fansöbba hana áður en hún var frumsýnd hérna í Japan - en ég beið með það að horfa á hana því mig langaði til þess að sjá hana í kvikmyndahúsi).

6 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú skrifar of mikið í einu við verðum að fá þetta í litlum notendavænum pakkningum ekki heilar ritgerðir.
En ertu búinn að sjá Battlefield earth dubaða á japönsku?

15 október, 2006 02:25  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

15 október, 2006 07:41  
Blogger Pétur sagði...

OOO inshouteki desune...

Er ekki hún þarna hvað sem hún heitir aftur þarna sem var einusinni í MM eða eitthvað í nr.3?

gott ef að hin þarna ishikawa rika sé ekki þarna líka eða er ég að rugla eitthvað? hmm... grunsamlegt..


Nú eru Töfl prófin víst bara á tölvum, ekkert skriflegt próf... en ekkert ódýrara samt...
uss

16 október, 2006 07:45  
Blogger Einar sagði...

Þú þarft semsagt að taka það sull?

Annars þá er Matsuura Aya í aðalhlutverki í Sukeban Deka, hún var aldrei í MM, hún er bara solo artist í H!P. Ishikawa Rika er þarna líka (hún var í MM) ásamt stöllum sínum úr Biyuuden, þeim Miyoshi Erika og Okada Yui. Af hverju segirðu annars að það sé gott að Charmy sé ekki þarna? Hápunktur myndarinnar var bardaginn milli hennar og Ayaya (Öyöyu? íslenska er asnalegt mál).

16 október, 2006 15:29  
Blogger Pétur sagði...

já alveg rétt...

Hér er reyndar eitt sem þú ættir að sjá: http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1228955

Alveg nýtt að Íslendingarnir sjá um blóðsúthellingarnar meðan Ameríkanarnir sjá um að flytja mannskapinn...

17 október, 2006 08:48  
Blogger Einar sagði...

Já en við getum ekki alltaf reitt okkur á Kanana, verðum við ekki að fá okkar svona chopper? Eða eitthvað sambærilegt en 100x ódýrara frá Rússlandi :)

17 október, 2006 15:38  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim